fbpx
Mánudagur 09.september 2024
Fréttir

Ásgeir: „Sum­ir þeirra segja að kyn­lífið hafi aldrei verið betra en eft­ir þá reynslu“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 13. mars 2021 15:00

Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásgeir R. Helgason, dós­ent í sál­fræði við HR og sér­fræðing­ur hjá Krabba­meins­fé­lag­inu, skrifaði pistil sem fjallar um krabbamein og kynlíf karla en pistillinn birtist í Morgunblaðinu í dag. Þar segir Ásgeir að krabbamein hafi áhrif á kynlíf karla á mismunandi hátt. „Þeir sem grein­ast ung­ir segja gjarna að kyn­lífið hafi al­ger­lega fallið í skugg­ann fyr­ir sjálf­um sjúk­dóm­in­um jafn­vel þótt kyn­get­an hafi enn þá verið fyr­ir hendi,“ segir Ásgeir í upphafi pistilsins.

„Komi heils­an til baka verður kyn­lífið aft­ur mik­il­vægt. Ung­ir menn sem fá krabba­mein í annað eistað lækn­ast oft­ast af mein­inu. Sum­ir þeirra segja að kyn­lífið hafi aldrei verið betra en eft­ir þá reynslu. Það hafi styrkt til­finn­inga­tengsl­in við mak­ann að ganga í gegn­um þetta. Karl­ar geta notið kyn­lífs langt fram eft­ir aldri. Í raun eru eng­in efri mörk varðandi kyn­líf karla, ef heils­an er í lagi.“

„Aðeins þrír af tíu hafa sam­far­ir að meðaltali einu sinni í mánuði“

Ásgeir bendir á að krabbamein verði algengari eftir því sem aldurinn verður hærri. „Al­geng­asta krabba­mein karla á upp­tök sín í blöðru­hálskirtl­in­um. Meðal­ald­ur þeirra sem grein­ast er um sjö­tugt. Vanda­mál tengd kyn­lífi eru ein al­geng­asta auka­verk­un meðferðar við þessu meini. Sé meinið staðbundið við grein­ingu eru mikl­ar lík­ur á að það sé hægt að lækna það eða lifa með því fram á háan ald­ur,“ segir hann og fer svo yfir tölfræði varðandi karlmenn, krabbamein og kynlíf.

„Þriðjung­ur karla milli sjö­tugs og átt­ræðs tel­ur kyn­líf mik­il­vægt fyr­ir lífs­gæðin en jafn stór hóp­ur seg­ir kyn­líf ekki skipta neinu máli. Einn af fimm seg­ist ekki myndu velja að gang­ast und­ir meðferð gegn staðbundnu krabba­meini í blöðru­hálsi ef vitað væri að það hefði lík­lega áhrif á kyn­lífið. Hins veg­ar segja tvö­falt fleiri að þeir myndu alltaf velja meðferð þrátt fyr­ir auka­verk­an­ir,“ segir Ásgeir.

Hann heldur áfram að tala um tölfræðina og segir að 8 af hverjum 10 karlmönnum á aldrinum 60-69 ára fái fullnægingu að minnsta kosti einu sinni í mánuði. „Kyn­lífs­at­hafn­ir drag­ast þó sam­an þegar ald­ur­inn fær­ist yfir og eru sam­bæri­leg­ar töl­ur tæp­lega ann­ar hver karl á aldr­in­um 70-80 ára. Aðeins þrír af tíu hafa sam­far­ir að meðaltali einu sinni í mánuði eft­ir sjö­tugt.“

„Full­næg­ing­in verður því þurr, en það dreg­ur veru­lega úr nautn­inni“

Menn geta látið fjarlægja blöðruhálskirtilinn en Ásgeir segir að meirihluti þeirra sem gera það lendi í risvandamálum. „Þegar ristrufl­an­ir eru það mikl­ar að ekki er leng­ur hægt að hafa sam­far­ir án hjálp­ar­tækja hef­ur það mik­il áhrif á lífs­gæði þeirra sem í því lenda. Marg­vís­leg bjargráð eru þó til staðar eins og lyf og pump­ur, en einnig er hægt að fram­kvæma aðgerðir þar sem prótes­ur af ýmsu tagi eru sett­ar inn í tippið. Best er að ráðfæra sig við þvag­færa­sk­urðlækni varðandi þessi mál,“ segir hann í pistlinum.

Að lokum talar Ásgeir um fullnæginguna. „Hjá körl­um sem hafa farið í aðgerð þar sem blöðru­hálskirt­ill­inn er fjar­lægður er eng­inn sæðis­vökvi leng­ur til staðar, því fram­leiðsla sæðis­vökva er eina hlut­verk blöðru­hálskirt­ils­ins. Full­næg­ing­in verður því þurr, en það dreg­ur veru­lega úr nautn­inni. Þurr full­næg­ing hef­ur svipuð nei­kvæð áhrif á lífs­gæði karla og þverr­andi limstífni,“ segir hann. „Kyn­líf skipt­ir máli fyr­ir vissa eldri karla, en alls ekki alla. Það er því mik­il­vægt að lækn­ir­inn ræði þessi mál vand­lega við hvern og einn áður en meðferð er ákveðin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegt ofbeldismál – Hlekkjuðu barnunga syni við rúm

Óhugnanlegt ofbeldismál – Hlekkjuðu barnunga syni við rúm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strætó biður eigendur sína aftur um meiri pening

Strætó biður eigendur sína aftur um meiri pening
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaðir um að hafa sett á svið bílslys í Hafnarfirði – Stöðvaði bíl í 40 sekúndur og ók svo hægt út á gatnamótin

Sakaðir um að hafa sett á svið bílslys í Hafnarfirði – Stöðvaði bíl í 40 sekúndur og ók svo hægt út á gatnamótin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Þetta er bara stórkostlegt gáleysi af fólkinu sem stýrir verkinu“

„Þetta er bara stórkostlegt gáleysi af fólkinu sem stýrir verkinu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Manndrápstilraun í Vesturbænum – Sagði parið hafa verið að atast í sér og særði manninn lífshættulega

Manndrápstilraun í Vesturbænum – Sagði parið hafa verið að atast í sér og særði manninn lífshættulega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fiskikóngurinn allt annað en sáttur við Reykjavíkurborg – „Valdníðsla og hroki“

Fiskikóngurinn allt annað en sáttur við Reykjavíkurborg – „Valdníðsla og hroki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hélstu að sumarið væri búið? 

Hélstu að sumarið væri búið? 
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Birgir Örn: „Miklu alvarlegra en mörg ungmenni gera sér grein fyrir“

Birgir Örn: „Miklu alvarlegra en mörg ungmenni gera sér grein fyrir“