fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Rauðagerðismálið: Segir lögreglu örvæntingarfulla og beita ólöglegum aðferðum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 11. mars 2021 08:55

Einn sakborninga í Rauðagerðismálinu leiddur út úr húsi Héraðsdóms Reykjavíkur mynd/Stefán

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sú ákvörðun lögreglu að kalla lögmann Antons Kristins Þórarinsson fyrir sem vitni í Rauðagerðismálinu hefur vakið mikla athygli. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, segir lögregluna beita ólöglegum aðferðum í rannsókninni og að tilburðir hennar lýsi mikilli örvæntingu.

Málið snýst um rannsókn á morði sem var framið í Rauðagerði laugardagskvöldið 13. febrúar en albanskur maður á fertugsaldri, Armando Bequirai, var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði. Fjöldi manns hefur verið hnepptur í gæsluvarðhald vegna málsins og maðurinn sem grunaður er um morðið, sem einnig er Albani á fertugsaldri, er í haldi lögreglu. Íslendingurinn Anton Kristinn Þórarinsson er grunaður um hlutdeild í málinu en hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi og settur í farbann. Það þykir til vitnis um að lögregla hafi ekki næg gögn til að sanna hlutdeild á Anton. Samkvæmt lögfróðum mönnum sem DV ræddi við í gær og fyrradag þykir ólíklegt að Anton verði ákærður fyrir aðild að morðinu í ljósi þess að ekki var farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum.

Lögmaður hans er Steinbergur Finnbogason. Lögregla krafðist þess í fyrradag að Steinbergur gæfi skýrslu sem vitni í málinu. Í gær úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur að Steinbergur ætti að gefa skýrslu hjá lögreglu í málinu. Þetta þýðir að hann getur ekki lengur verið lögmaður Antons. Lögregla telur Steinberg búa yfir upplýsingum um málið sem hann hafi fengið hjá skjólstæðingi sínum, Antoni.

Guðmundur birti grein um málið á vef Fréttablaðsins í gær. Hann telur að lögregla hafi beitt ólöglegum aðferðum og hlerað símtöl Steinbergs og Anton:

„Í stuttu máli lítur þetta út fyrir að lögreglan hafi beitt ólöglegum aðferðum til þess að komast að því að umræddur sakborningur hefur sagt lögmanni sínum eitthvað í trúnaði sem lögreglan heyrði en getur ekki notað sem sönnunargagn í málinu nema með því að viðurkenna að hafa hlerað samtöl sakbornings og verjanda hans, sem er óheimilt samkvæmt lögum. Heimildir Afstöðu herma að það sé algengt að lögregla hleri lögmenn til að fá skýrari mynd af þeim málum sem til rannsóknar eru.“

Guðmundur segir að aðgerðir lögreglu séu ólöglegar, siðlausar og stefni rannsóknum í hættu. Þetta sýni einnig hversu mikil örvænting ríki innan lögreglunnar en einnig sé hér um að ræða aðför að réttarríkinu og brot á mannréttindm grunaðra manna.

Þá segir Guðmundur:

„Sannarlega er lögreglan að rannsaka alvarlegt mál og hún á að hafa tilteknar heimildir til þess. En það breytir því ekki að lögreglan verður að starfa innan sinna heimilda, heiðarlega og eftir reglum samfélagsins og alþjóðasamninga. Ef lögreglan fær að semja eigin reglur sér í hag er nokkuð ljóst að það hefur í för með sér allsherjarupplausn.“

Sjá grein Guðmundar

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gufunesmálið: Matthías spurður út í viðtal sitt við DV – Segist hafa óttast Stefán og Lúkas

Gufunesmálið: Matthías spurður út í viðtal sitt við DV – Segist hafa óttast Stefán og Lúkas
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja
Fréttir
Í gær

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“
Fréttir
Í gær

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi
Fréttir
Í gær

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi