fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Maðurinn sem gat ekki hætt að stela bílnúmeraplötum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 3. mars 2021 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir að hafa þráfaldlega stolið númeraplötum af bílum og sett á sinn bíl. Brot mannsins, sem er að nálgast fertugt, voru framin í fyrrasumar en hann var dæmdur fyrir samskonar brot árið 2016.

Svo virðist sem maðurinn hafi haft til umráða ljósgráan BMW 3 og hvað eftir annað losað númeraplötur af ýmsum öðrum bílum og sett á sinn bíl. Orðrétt er brotunum lýst svo í ákæru:

„1. Þjófnað og skjalabrot með því að hafa, laugardaginn 11. júlí 2020, við Hólshraun 3 í Hafnarfirði, stolið skráningarmerkjunum […]af ljósgrárri bifreið af gerðinni Renault Kangoo og að hafa á ótilgreindum tíma, í blekkingarskyni sett skráningarnúmerið […]aftan á ljósgráa bifreið af gerðinni BMW 3, sem bera átti skráningarnúmerið […]og einnig sett skráningarnúmerið […], sem tilheyrði ljósgrárri bifreiðaf gerðinni Hyundai I10, framan á ljósgráa bifreið af gerðinni BMW 3, sem bera átti skráningarnúmerið […], og ekið henni þannig á röngum skráningarmerkjum, en lögregla hafði afskipti af ákærða fimmtudaginn 20. ágúst 2020 við Hótel Natura við Flugvallaveg í Reykjavík.

2. Skjalabrot með því að hafa, á ótilgreindum tíma, í blekkingarskyni sett skráningarnúmerið […], sem tilheyrði ljósgrárri bifreið af gerðinni Volkswagen Polo, framan á ljósgráa bifreið af gerðinni BMW 3, sem bera átti skráningarnúmerið […]og sett skráningarnúmerið […], sem tilheyrir ljósbrúnni bifreið af gerðinni Volkswagen Passat, aftan á ljósgráa bifreið af gerðinni BMW 3, sem bera átti skráningarnúmerið […], og ekið henni þannig á röngum skráningarmerkjum, en lögregla stöðvaði aksturinn sunnudaginn 4. október 2020 á Vífilstaðavegi í Garðabæ, við Norðurbrún.“

Brotin varða við 1. málgsgrein 157. greinar almennra hegningarlaga, en hún er eftirfarandi:

„Noti maður ófalsað skjal svo sem það varðaði annan mann en þann, sem það á við, eða með öðrum hætti gagnstætt því, sem til var ætlast, og þetta er gert til þess að blekkja með því í lögskiptum, þá varðar það sektum … 1) eða fangelsi allt að 6 mánuðum.“

Ákærði mætti ekki við þingfestingu málsins og hafði ekki boðað forföll. Honum voru birtar ákærur og fyrirköll. Var hann því dæmdur að honum fjarstöddum en rannsóknargögn þóttu sanna háttsemi hans.

Maðurinn var sakfelldur og hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Í gær

Helga spurði Jón Gnarr óvæntrar spurningar sem vakti kátínu

Helga spurði Jón Gnarr óvæntrar spurningar sem vakti kátínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum