fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Fiskflutningabíll valt á Suðurlandsvegi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. febrúar 2021 05:13

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fiskflutningabíll valt á Suðurlandsvegi við Lækjarbotna á fjórða tímanum í nótt. Um var að ræða vörubifreið með eftirvagn. Engin slys urðu á fólki. Farmurinn, fiskur og slor, dreifðist um veginn og utan vegar. Krana þurfti til að koma bílnum aftur á réttan kjöl og Vegagerðin var fengin til að senda saltbíl á vettvang en mikil hálka var á vettvangi. Björgunarsveit var einnig kölluð út til aðstoðar við verðmætabjörgun.

Á tíunda tímanum var akstur réttindalauss ökumanns stöðvaður í Kópavogi. Maðurinn reyndist eftirlýstur og var því handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Tveir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt, grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna. Annar þeirra er einnig grunaður um vörslu fíkniefna og hinn um ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum.

Einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur á þriðja tímanum í nótt. Hraði bifreiðar hans mældist 141 km/klst á Kringlumýrarbraut en þar er leyfður hámarkshraði 80 km/klst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brú Talent kaupir Geko Consulting

Brú Talent kaupir Geko Consulting
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Vilhjálmur til OK