fbpx
Fimmtudagur 21.janúar 2021
Fréttir

Trump ákærður enn eina ferðina í sögulegri atkvæðagreiðslu

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 13. janúar 2021 21:28

Segir að Trump hafi nærri gengið af lýðræðinu dauðu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti varð í kvöld fyrsti maður í bandarískri stjórnmálasögu til þess að vera ákærður til embættismissis sem forseti Bandaríkjanna tvisvar. Þetta lá fyrir rétt í þessu þegar fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um ákæru. 217 atkvæði þurftu til þess að samþykkja að ákæra forsetann, og þegar þetta er skrifað höfðu 226 kosið með tillögunni.

Trump er ákærður fyrir að bera ábyrgð á ofbeldisöldu sem reið yfir Washingtonborg á miðvikudaginn í síðustu viku sem endaði með innrás óeirðaseggja inn í bandaríska þinghúsið á Capitol-hæð í borginni.

Mótmælendurnir höfðu hlýtt á ræðu forsetans við Hvíta húsið áður en þeir þrömmuðu að þinghúsið þar sem þeir hófu svo til undir eins að óhlýðnast lögreglumönnum áður en þeir ruddust framhjá þeim og inn í húsið.

Samþykki fulltrúadeildarinnar á ákærunni þýðir að málið fer nú á borð öldungadeildar þingsins sem réttar yfir forsetanum líkt og dómstóll myndi rétta yfir ákærðum manni í sakamáli. Forsetinn mun því eyða síðustu dögunum sínum í embætti með verjendateymi sínu.

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur þrisvar áður samþykkt að ákæra sitjandi forseta. Einu sinni á 19. öld, einu sinni árið 1996 þegar Bíll Clinton var ákærður fyrir að ljúga að bandarísku þjóðinni í Lewinsky hneykslinu, og svo árið 2019, þegar Trump var ákærður fyrir óeðlileg samskipti sín við stjórnvöld í Kíev.

Þó nokkrir Repúblikanar snerust á sveif með Demókrötum, fleiri en höfðu áður tilkynnt að þeir ætluðu sér það fyrir atkvæðagreiðsluna.

Nánast útilokað er að öldungadeildin samþykki að víkja forsetanum úr embætti á þessum síðustu dögum. Til þess þyrfti öldungadeildin að taka málið til umfjöllunar strax í fyrramálið og klára umræður og réttarhöldin á aðeins örfáum dögum.

Loku er þó ekki fyrir það skotið að málið verði klárað eftir að Trump lætur af embætti 20. janúar næstkomandi. Það hefði þau áhrif að hann missi ýmiskonar fríðindi sem fyrrverandi forseti Bandaríkjanna.

Trump er nú sagður í fjölmiðlum vestanhafs hafa einangrað sig frá fjölmiðlum og öllum öðrum en sínum nánustu ráðgjöfum. Heimildamenn CNN innan Hvíta hússins segja hann ekki vilja koma út úr vistarverum sínum í húsinu og neitar hann jafnframt að tala við fjölmiðlamenn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Zuistabræðurnir og pizzusalarnir sakaðir um stuld – „Vá þetta er svo í stíl við þessa svikahrappa“

Zuistabræðurnir og pizzusalarnir sakaðir um stuld – „Vá þetta er svo í stíl við þessa svikahrappa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hringdi 130 sinnum í neyðarlínuna og hrækti svo á lögreglumenn

Hringdi 130 sinnum í neyðarlínuna og hrækti svo á lögreglumenn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stillti símanum upp og tók myndband af barnungum stelpum skipta um föt

Stillti símanum upp og tók myndband af barnungum stelpum skipta um föt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýtt myndband sýnir óeirðaseggina í þinginu fara með bæn í ræðustól Pence – „Amen“

Nýtt myndband sýnir óeirðaseggina í þinginu fara með bæn í ræðustól Pence – „Amen“