Þriðjudagur 02.mars 2021
Fréttir

Umferðaróhöpp og ökumenn í vímu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. janúar 2021 05:52

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um þrjú umferðaróhöpp síðdegis í gær og gærkvöldi. Engin slys urðu á fólki en fjarlægja varð tvær bifreiðar með dráttarbílum, svo skemmdar voru þær. Einn ökumaður, sem lenti í óhappi, er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna sem og að vera með fíkniefni í fórum sínum.

Á sjötta tímanum í gær var ökumaður handtekinn í miðborginni. Hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Bifreiðin sem hann ók var með röng skráningarnúmer. Tveir ökumenn til viðbótar voru handteknir í gærkvöldi, grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna. Annar þeirra er einnig grunaður um að hafa verið með fíkniefni í fórum sínum.

Á gærkvöldi var tilkynnt um skemmdarverk á bifreið í Vesturbænum og á öðrum tímanum í nótt var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í Bústaðahverfi.

Í Kópavogi var tilkynnt um rúðubrot í fyrirtæki seinnipartinn í gær og á áttunda tímanum í gærkvöldi fór úðakerfi í gang í verslunarmiðstöð í bænum. Ekki liggur fyrir hvort og þá hversu mikið tjón varð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Icelandair vill að framlínustarfsfólk í flugi njóti forgangs í bólusetningu

Icelandair vill að framlínustarfsfólk í flugi njóti forgangs í bólusetningu
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Grunaður um ölvun við akstur – Ók út af Þingvallavegi

Grunaður um ölvun við akstur – Ók út af Þingvallavegi
Fréttir
Í gær

Heyrir þú jarðskjálftana koma? – Sjáðu hvað veldur drungalega jarðskjálftahljóðinu áður en þeir skella á

Heyrir þú jarðskjálftana koma? – Sjáðu hvað veldur drungalega jarðskjálftahljóðinu áður en þeir skella á
Fréttir
Í gær

Saklaus af kynferðisbroti gegn barni – Sannaði að hann vissi ekki hve gömul hún var

Saklaus af kynferðisbroti gegn barni – Sannaði að hann vissi ekki hve gömul hún var
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sparkaði í löggubíl með dóp í vasanum – Vann sér inn nótt í steininum

Sparkaði í löggubíl með dóp í vasanum – Vann sér inn nótt í steininum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útvarpsstjóri segir klámfengið tíst tilefni 30 sekúndra tafar á beinum útsendingum – Enn ekkert tjáð sig um Gettu betur atvikið

Útvarpsstjóri segir klámfengið tíst tilefni 30 sekúndra tafar á beinum útsendingum – Enn ekkert tjáð sig um Gettu betur atvikið