fbpx
Föstudagur 23.október 2020
Fréttir

Eigandi Nordic Store spyr hvað sé svona merkilegt við COVID – Miklu fleiri deyja af öðrum orsökum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 30. september 2020 13:30

Bjarni Jónsson. Mynd: SVÞ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Jónsson, eigandi Nordic Store og fyrrverandi dósent, spyr hvað sé svona merkilegt við COVID-19. Bendir hann á að miklu fleiri deyi úr öðru en COVID. Þetta kemur fram í nýrri grein Bjarna á Vísir.is.

Bjarni skrifar:

„Fjöldi greindra með Covid hefur aukist með auknum skimunum, en dauðsföll eru svo fá í Evrópu að í venjulegu ári hefði enginn tekið eftir þeim. Til dæmis eru skráð dauðsföll á dag á Spáni í seinni bylgjunni aðeins um 5-10% af því sem þau voru í fyrri bylgjunni, jafnvel þó seinni bylgjan sé meira en tvöfalt stærri í smitum talið.

Auðvitað er alltaf sorglegt þegar fólk deyr, og sorglegast er að vita af börnum deyja. Við, góða fólkið, megum þó ekki missa sjónar af heildarmyndinni.“

Bjarni segir að COVID trompi alla aðra sjúkdóma í fjölmiðlaumfjöllun auk þess sem aðgerðir gegn sjúkdómnum valdi því að fólk missi persónu-, ferða- og atvinnufrelsi; efnahagur þjóðfélaga og heimila hrynji, fyrirtæki fari í þrot, og atvinnuleysi og fátækt stóraukist.

En miklu fleiri deyi af öðrum orsökum en COVID. Segir Bjarni að hungur sé orsakavaldur 19% dauðsfalla í heiminum það sem af er ári samkvæmd worldometers.info. Reykingar hafi valdið 8,5% dauðsfalla, alnæmi 2,8% en jafnmargir hafi látist úr COVID-19 og í umferðarslysum, eða 2,3%

Sjá nánar á Vísir.is

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ákærður fyrir að ráðast á og nauðga fyrrverandi kærustu sinni

Ákærður fyrir að ráðast á og nauðga fyrrverandi kærustu sinni
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

167 Icelandair þotur af íslenskum hestum fluttar út

167 Icelandair þotur af íslenskum hestum fluttar út