fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Egypska fjölskyldan hvorki eftirlýst né leitað af lögreglu – Brottvísanir „ekki eftirsóknarvert starf innan lögreglunnar“

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 16. september 2020 19:07

mynd/Sema Erla

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkislögreglustjóri eða lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki lýst eftir egypsku fjölskyldunni sem til stóð að að vísa úr landi eldsnemma í morgun.

DV sagði frá því í gærkvöldi að lögregla hygðist sækja fjölskylduna á dvalarstað sinn klukkan 5:30 í morgun, en þegar til kastanna kom greip lögregla í tómt. Því nýttust flugmiðar sem bókaðir hafa verið fyrir fjölskylduna til Egyptalands í gegnum Amsterdam ekki.

Jóhann K. Jóhannsson, upplýsingafulltrúi hjá Ríkislögreglustjóra segir að málið sé nú innan stoðdeildar og verða næstu skref ákveðin þar í ró og næði. Engin asi sé á mannskapnum þar. Jóhann segir að stoðdeild Ríkislögreglustjóra sé þarna að framfylgja úrskurði sem féll annarsstaðar. Sú framkvæmd er enn til staðar og enn standi til að vísa fólkinu úr landi, þó fjölskyldunnar sé ekki leitað.

Aðspurður hvort verið sé að rekja síma fjölskyldunnar eða beita öðrum aðferðum við leit að fólkinu segir Jóhann svo ekki vera. Lögreglan er ekki í virkri leit að fólkinu.

Ferillinn á byrjunarreit

Nú byrjar ferillinn hins vegar upp á nýtt, segir Jóhann, „ferillinn er sá sami, bara byrjað upp á nýtt.“

Þannig má leið að því líkum að finnist fjölskyldan í kvöld verði ekki lagt af stað þar sem frá var horfið í morgun. Brottvísun sem þessari fylgir mikill undirbúningur sem þarf að eiga sér stað upp á nýtt, segir Jóhann. Hann segir jafnframt að öll atvik séu skoðuð og metin og engin brottvísun því nákvæmlega eins og önnur. „Eins og fram hefur komið eru hér börn í spilinu og því stígum við sérstaklega varlega til jarðar.“

Jóhann vildi ekki svara því hvort lögregla sé ekki að leggjast í leit að fólkinu barnanna vegna, en vísaði þess í stað í sitt fyrra svar um að hvert tilfelli sé skoðað fyrir sig.

Undirbúningur undir brottvísun felst meðal annars í samskiptum við erlend stjórnvöld sem og undirbúnings ferðalagsins sjálfs. Varðandi ferðalagið segir Jóhann að hér sé ekki um hefðbundna flugferð að ræða. Með fólkinu í ferðinni verður lögreglulið sem er handvalið og hlutverk þess ekki síst að tryggja að ferðalagið verði fólkinu sem léttvægast.

Brottvísun ekki eftirsóknarvert verkefni innan lögreglu

Jóhann segist ekki vita hversu margir lögreglumenn munu fylgja fólkinu út, „en ég veit að þetta fólk  gerir allt sem þau geta til að þetta verði sem þægilegast.“ Bendir hann á að fólkið fái mikla þjónustu á flugvöllunum, það fer ekki í gegnum almenna vopnaleit, fær sérþjónustu á flugvellinum, fær aðstöðu til þess að hvíla sig og mat og drykk eins og þarf. „Við reynum auðvitað að gera aðstæðurnar sem bærilegastar, þrátt fyrir allt.“

Lögreglumennirnir sem fylgja fólkinu úr landi munu fylgja fólkinu alla leið til Egyptalands. Þau fara þó ekki yfir landamærin í Egyptalandi og snúa beint þaðan aftur til Íslands. Samkvæmt heimildum DV þykja þetta ekki eftirsóknarverð verkefni meðal starfsmanna þar og benda viðmælendur DV á að í stoðdeildinni vinni líka fjölskyldufólk sem er einfaldlega að framfylgja úrskurði annarra.

Stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur sinnt þessum verkefnum síðan 2016. Þar áður var verkefnið á borði alþjóðadeildar Ríkislögreglustjóra sem tók við verkefninu mörgum árum áður af Lögreglustjóranum á Suðurnesjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Svíi dæmdur fyrir að skjóta Gabríel

Svíi dæmdur fyrir að skjóta Gabríel
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“
Fréttir
Í gær

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“
Fréttir
Í gær

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt
Fréttir
Í gær

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu
Fréttir
Í gær

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar