fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Fleiri týnd börn í júní en áður

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 15. júlí 2020 10:53

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mánaðarskýrsla lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kom út í dag og hefur þar að geyma tölur um tilkynnt afbrot í umdæmi hennar, brotið niður eftir löggæslusvæðum og afbrotaflokkum. Ekki er að sjá á öðru en að skýrslan geymi að mestu góðar fréttir þó mikil fjölgun sé í leit að týndum ungmennum. Segir í skýrslunni að fjöldi leitarbeiðna hafi aukist töluvert miðað við útreiknuð efri mörk fyrir bæði sex og tólf mánaða meðaltal. Þó er ástandið betra en það var að meðaltali milli áranna 2017 og 2019.

Eins og sagt var frá í fjölmiðlum dróst fjöldi tilkynntra afbrota eitthvað saman á meðan á samkomubanni stóð og því vekur það athygli að sjá ekki meiri fjölgun frá Covid-mánuðunum mars og apríl og þar til nú.

Flestir flokkar afbrota eru „innan marka“ samkvæmt skýrslunni utan eignaspjalla, sem fjölgar lítillega á 6 mánaða meðaltali, nytjastulds vélknúinna ökutækja sem fækkar mikið, fíkniefnabrotum sem fækkar lítillega og umferðarlagabrotum sem fjölgar.

mynd/Skýrsla LRH um afbrot í júní

Kynferðisbrotum fækkar mikið milli ára

Fjöldi tilkynntra kynferðisbrota stendur í stað á sex mánaða og tólf mánaða meðaltali, en fjöldi þeirra hefur þó fækkað umtalsvert til lengri tíma litið. Hefur þeim fækkað um heil 51% en að meðaltali á sama tímabili s.l. þrjú ár á undan ef litið er til dagsetningu brota og 24% ef litið er til dagsetningu tilkynningar.

Eins og fyrr sagði hefur orðið umtalsverð fjölgun í beiðnum um leit að týndum ungmennum í júní og hefur þeim fjölgar um meira en helming á síðastliðnum 12 mánuðum. Talsverð fækkun hefur svo orðið á nytjastuldi ökutækja en þeim hefur fækkað um þriðjung á árstímabili og um 11% á þriggja ára tímabili.

Akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna langtum algengari en ölvunarakstur

134 voru stöðvaðir fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og eru það umtalsvert fleiri en voru stöðvaðir fyrir akstur undir áhrifum áfengis, en þeir voru 76 á tímabilinu. Fjöldi þessara brota og hlutfall þeirra á milli hefur verið nokkuð stöðugt undanfarna tólf mánuði og því ljóst að akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna er umtalsvert algengari en akstur undir áhrifum áfengis.

mynd/Skýrsla LRH um afbrot í júní

Skýrsluna má nálgast í heild sinni hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“