fbpx
Miðvikudagur 12.ágúst 2020
Fréttir

Flugskólar sameinast í einn þann öflugasta á Norðurlöndum

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 14. júlí 2020 12:56

mynd/Keilir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugakademía Keilis og Flugskóli Íslands hafa sameinast í stærsta flugskóla landsins undir nafninu Flugakademía Íslands. Skólinn verður eftir sameiningu einn sá stærsti á Norðurlöndunum með á annan tug kennsluvéla, flughermi og veglega kennslu og þjálfunaraðstöðu.

Mun skólinn stunda kennslu til jafns í Hafnarfirði og á Ásbrú í Reykjanesbæ og verða verklegar æfingar á bæði Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu hins nýstofnaða flugskóla.

Þar er haft eftir Arnbirni Ólafssyni, forstöðumanni markaðs og alþjóðasviðs skólans: „Á undanförnum árum hafa fjölmargir erlendir nemendur ákveðið að leggja stund á atvinnuflugnám á Íslandi, enda kjöraðstæður á landinu til flugnáms sem eru einstakar á heimsvísu. Ísland er svokallað „open-sky“ sem þýðir að það eru engin höft eða lokuð svæði fyrir kennsluflug. Nemendur fá þannig verklega þjálfun við krefjandi aðstæður og tækifæri til að fljúga á einhverja áhugaverðustu flugvelli sem völ er á. Mannauðurinn sem við búum yfir er líka okkar mikilvægasta eign enda eru allir kennarar okkar stútfullir af reynslu og þekkingu.“

Í júní útskrifaðist fjölmennasti bekkur atvinnuflugmanna í sögu skólans eða 78 flugmenn og er einn bekkur í haust þegar fullmannaður. Opnað hefur verið fyrir umsóknir í annan bekk og rennur umsóknarfrestur í hann út 15. ágúst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir að Helgi hefði átt að hætta að rannsaka málið – „Fjármálastjóri Samherja varð óvinnufær“

Segir að Helgi hefði átt að hætta að rannsaka málið – „Fjármálastjóri Samherja varð óvinnufær“
Fréttir
Í gær

Þóra birtir svar Helga við ásökunum Samherja – Skýrslan var til og var undirrituð

Þóra birtir svar Helga við ásökunum Samherja – Skýrslan var til og var undirrituð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Menningarnótt aflýst eftir neyðarfund

Menningarnótt aflýst eftir neyðarfund
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar leigusala um að henda eigum sínum út úr íbúð á Njálsgötu – „Mér hefur aldrei verið ógnað eins mikið“

Sakar leigusala um að henda eigum sínum út úr íbúð á Njálsgötu – „Mér hefur aldrei verið ógnað eins mikið“