fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Afslættir veittir af hæfniskröfum nýs eldvarnarsviðs HMS á Sauðárkróki

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 14. júlí 2020 09:45

Tilkynning Ásmundar um fjölgun starfa í Skagafirði vakti mikla kátínu meðal heimamanna. mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV sagði frá því í síðustu viku að enginn stafsmaður brunadeildar öryggissviðs Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar myndi flytja með stofnuninni norður. Er því sviðið lagt niður eins og það er í dag og endurreist fyrir norðan. Sviðið fær meira að segja nýtt nafn, eða „eldvarnasvið,“ og í starfsauglýsingu HMS um stöðu framkvæmdastjóra nýja sviðsins segir að hann skuli „leiða og þróa hlutverk nýs eldvarnasviðs.“ Gríðarlegrar óánægju gegnir með þessar bollaleggingar félags- og barnamálaráðherra, Framsóknarmannsins Ásmundar Einars Daðasonar. Óttast fólk í slökkviliðum og í öðrum eftirlitsstofnunum spekileka úr stofnuninni og að hún muni, að minnsta kosti tímabundið, leggjast af í reynd. Erfitt er að ætla annað, enda er nú ljóst að meðalstarfsaldur starfsmanna eldvarnasviðs HMS verður frá og með haustinu, núll ár.

Sjá einnig: Brunaeftirlit HMS lagt niður og endurreist á Sauðárkróki

Hafði einn viðmælandi DV á orði að verið væri að eyðileggja stofnunina með tilfærslunni. Hún hefði ekkert með faglegheit að gera heldur væri liður í kosningaloforðum Framsóknarflokksins um að færa opinber störf út á land. Sagði Magnús Smári Smárason, formaður Lands­sam­bands slökkviliðs- og sjúkra­flutn­inga­manna, jafnframt við RUV, það vera alvarlegt að til standi að „fórna mjög hæfu fólki fyrir landsbyggðarpólitík.“ Í kvöldfréttum RUV í gær kom fram að af átta tilfærslun á opinberum stofnunum út fyrir höfuðborgina hefur Framsókn staðið fyrir sjö af þeim. Þrjár færslur af átta voru til Sauðárkróks. Framsókn nýtur talsverðar hylli í Skagafirði og hlaut flokkurinn 34% fylgi í síðustu kosningum. Er hann stærstur stjórnmálaflokka í bæjarpólitíkinni fyrir norðan.

Mbl.is hafði ennfremur eftir Magnúsi í gær: „Það eru mjög fáir sem fara í skóla og læra að verða sér­fræðing­ar í bruna­mál­um. Mannauður­inn er því tak­markaður og ein­stak­ling­ar sem hafa skiln­ing á starfs­um­hverfi slökkviliða ekki á hverju strái,“

Hringl með stofnunina bitnað á getu hennar

Blóðtaka eldvarnasviðs hefur verið mikil undanfarin ár. Forveri sviðsins, Brunamálastofnun var sameinuð öðrum stofnunum fyrir um áratug svo úr varð Mannvirkjastofnun. Sú stofnun var svo sameinuð Íbúðalánasjóði nú um áramóti svo úr varð Húsnæðis og mannvirkjastofnun. Í gegnum hverja sameiningu hefur starfsfólk helst af vagninum og starfsmannaveltan því verið töluverð. Botninn tók svo úr nú þegar starfsmannaveltan fer í 100% með flutningunum, segja heimildamenn DV.

En það er ekki bara starfsmannaveltan sem truflar fólk, heldur á nú að draga verulega úr hæfniskröfum starfsmanna sviðsins. Forstöðumaður sviðsins hefur hingað til verið verkfræðingur með sérþekkingu á brunaverkfræði. Í auglýsingu um starfið sem birt var í síðasta mánuði var gerð krafa um „meistarapróf í byggingaverkfræði, sambærileg menntun sem nýtist í starfi eða umtalsverða reynslu af brunamálum.“ Átta sóttu um stöðuna, þar af 6 verkfræðingar. Þeir eru:

Ásgrímur Eiríksson, verkfræðingur
Björn Halldórsson, verkfræðingur
Grímur Kjartansson, verkfræðingur
Hannes Bjarnason, sérfræðingur MSc.
Kristján Carlsson Gränz, sérfræðingu MBA
Leo Sigurðsson, verkfræðingur
Pétur Valdimarsson, verkfræðingur
Þorgeir Margeirsson, verkfræðingur

Í Fréttablaði þar síðustu helgar var jafnframt auglýst eftir umsækjendum í þrjár stöður HMS á Sauðárkróki, sérfræðingi á sviði brunavarna, sérfræðingi á sviði slökkvistarfs og svo að lokum forvarnarfulltrúa. Sérfræðingurinn í brunavörnum er í dag brunaverkfræðingur, en nú er gerð krafa um „verkfræði, tæknifræði eða sambærilega menntun sem nýtist í starfi eða umtalsverð reynsla af brunahönnun og brunavörnum.“ Sérfræðingurinn á sviði slökkvistarfs þarf jafnframt ekki endilega að hafa reynslu af slökkvistarfi, því þekking á starfseminni nægir, samkvæmt auglýsingunni. Umsóknarfrestur í síðastnefndu störfin er til 30. júlí.

Ekki náðist í Ásmund Einar Daðason eða aðstoðarmenn hans við vinnslu fréttarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi