fbpx
Föstudagur 14.ágúst 2020
Fréttir

Leikstjóri Mentor sakar kvikmyndagagnrýnanda um að vera eltihrellir – UPPFÆRT

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 10. júlí 2020 18:40

Samsett mynd/DV. Til vinstri er leikstjórinn Sigurður Anton Friðþjófsson, í miðjunni er leikarinn Þórhallur Þórhallsson og til hægri er hinn meinti eltihrellir og gagnrýnandi Tómas Valgeirsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Anton Friðþjófsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Mentor, fer hörðum orðum um Tómas Valgeirsson, kvikmyndagagnrýnanda á vefnum kvikmyndir.is. Sakar Sigurður Tómas um að vera eltihrelli – eða stalker. Tilefni skrifanna er nýr dómur Tómasar um kvikmyndina Mentor, en Sigurður er augljóslega ekki sáttur við skrif Tómasar um mynd hans. Sigurður birtir eftirfarandi pistil á Facebook-síðu sinni:

„Síðustu 5 árin eða svo hef ég átt stalker.
Ég myndi segja ‘internet-stalker’, en eitt sinn mætti hann í frumsýningarveislu hjá mér óboðinn og óþægilegur – og þá útskrifast fólk í alvöru stalker.

Þegar hann er ekki að tweeta um mig eða senda mér óviðeigandi email, skrifar hann kvikmyndagagnrýni. Sem betur fer er hann afspyrnu lélegur penni og hefur aldrei náð að halda starfi hjá alvöru fjölmiðli til lengri tíma. (Kannski af því að hann var of upptekinn við að skrifa TVISVAR um Webcam, hver veit.)

Lífið með þessum kalíber af stalker er eins og Road Runner-teiknimynd; ég lifi mínu lífi á meðan að vanhæfur vitleysingur reynir að ná mér. Tilhugsunin um hann og hans þráhyggju nær samt alltaf að láta mig hlæja. Ekki bara að honum, heldur líka af létti. Ég er svo ánægður að ég skuli vera að gera það sem ég vil vera að gera í lífinu, en sé ekki bitur og öfundsjúkur að skrifa illa um þá sem eru að gera það“

Þess má gera að Tómas Valgerisson hefur lagt gjörva hönd á margt og verið bæði blaðamaður á DV og Séð&heyrt. Hann starfar einnig við kvikmyndaþýðingar auk þess að skrifa fyrir vefinn Kvikmyndir.is. Sigurður nefnir ekki Tómas á nafn en Tómas stígur fram og lýsir því yfir að hann sé hinn meinti eltihrellir. Hann deilir færslu Sigurðar og skrifar stutta færslu þar sem hann kannast ekki við að hafa tíst um Sigurð á Twitter né sent honum óviðeigandi tölvupósta. Hann kannast við að hafa mætt í frumsýningarpartý hjá Sigurði en þá sem blaðamaður:

– Ég er víst þessi „stalker“
– Kannast ekki við tístin (ft.) eða „óviðeigandi“ mail
– Fór einu sinni í frumsýningarveislu til hans, var farinn e. hálftíma (annað en félagi minn), ekki „óboðinn“, en sem press
– Aldrei rætt við hann í persónu
– Við erum þá báðir lélegir pennar

Neikvæður dómur á kvikmyndir.is

Kvikmyndin Mentor fjallar um uppistandara og aðahlutverkið leikur uppistandarinn Þórhallur Þórhallsson. Dómur Tómasar er langur og ítarlegur en í heildina allneikvæður. Tómas skrifar meðal annars:

„Þó Mentor hafi verið gerð fyrir lítið sem ekkert fjármagn, er það ekki næg afsökun fyrir að vera ódýr á allan veg. Hún ber höfuðið hátt, rembist eins og hún getur en allan tímann skín í gegn illa skrifaður samtíningur af spjall- og spunasenum sem síðan eru límdar utan um spaugilega vondar klisjur og viðvaningslega umgjörð.

Á meðan á sýningartíma stendur má örugglega finna eins konar sport í því að koma auga á mistök við upptöku, illa döbbaðar senur, pirrandi bergmál í hljóði og fleira í þeim dúr. Það má alltaf bæta upp tæknilega hnökra með innihaldi sem grípur eða gleður, nema hér tekst flestum persónum að tæma allt loftið og fjörið úr salnum frekar snemma.“

Tómas segir að persónur myndarinnar nái aldrei að finna sína eigin rödd, hvort sem er í samtölum eða persónusköpun. Sé þetta líka einkenni á fyrri myndum leikstjórans Sigurðar Antons Friðþjófssonar, sem eru Webcam, Snjór og Salóme. Tómas skrifar enn fremur:

„Þórhallur Þórhallsson leikur hér ýkta (vona ég) útgáfu af sjálfum sér, eilífðartrúðinn og ólgudólginn Húgó, sem hefur í áraraðir reynt að halda ferli gangandi sem uppistandari. Líf hans hefur orðið stefnulausara og aumkunarverðara með hverju árinu og hann rígheldur í sigurtitil í uppistandskeppni sem hann vann fyrir rúmum áratug.

Kvöld eitt, þegar Húgó stígur af sviðinu eftir hryllilegan performans (þó myndin vilji færa rök fyrir hinu gagnstæða) kynnist hann hinni sautján ára Betu (Sonja Valdin). Hún deilir áhuga Húgós á faginu og biður hann um að leiðbeina sér til að hún geti sjálf unnið uppistandskeppnina sem gæti breytt lífi hennar.

Til að fylla í galtóma og býsna sápuóperulega framvindu dúkka upp óteljandi útgáfur af misskilningi, tökustaðir á sponsi og fjöldinn allur af gesta- og aukaleikurum sem eru aðallega til þess ætlaðir að eiga samræður við Húgó og skýra það út hvernig hann er, hvað hann hugsar og – það sem mikilvægast er – hvað hann er mikill drullusokkur.

Sem aðalpersóna myndarinnar er Húgó ekkert annað en þreytandi og klisjukenndur rasshaus. Þróun hans er flöt, lykilsambandið er gert að eintómri spunakeppni, allt sem líkist mannlegum ágreiningi nær engri átt nema í æfingu í stirðum spuna og sagan hefði grætt mikið á smá persónulegra innliti í uppistandssenuna, frekar en að nota hana sem upphafspunkt til að komast upp með þreytt gredduhjal og enn verri pabbabrandara.“

Tómas skellir skuldinni þó ekki á aðalleikarann, Þórhall Þórhallsson, sem geri sitt best til að túlka persónuna. En því miður sé karakterinn sem hann leikur hrútleiðinlegur, fráhrindandi og sjálfhverfur.

Uppfært – Athugasemdir frá Sigurði Antoni Friðþjófssyni

Sigurður Anton Friðþjófsson hefur sent DV eftirfarandi yfirlýsingu vegna fréttarinnar:

„Hæ. Í tilefni þess að þetta sé á forsíðu DV.is vil ég koma með smá statement:

  1. Tómas segist ekki kannast við tweetin, enda sýnist mér hann vera búinn að eyða öllum tweetum fyrir lok 2017. Þar á meðal persónuleg tweet um mig, og tweets um kynfæri leikara í Webcam (mjög professional hegðun!).
  2. Það var engu ‘press’ (hans orð) boðið á eftirpartý ‘Snjór og Salóme’ frumsýingarinnar – þetta var ekki fundur Sameinuðu Þjóðanna. Og ef hann var þarna sem ‘press’ þá sýndi hann af sérófagmannlega hegðun bæði sjálfur og með því að taka vini sína með (sem voru með vesen).
  3. Eins og kemur fram nefndi ég aldrei Tómas á nafn. Einhver vinur hans hefur séð mig tala um unprofessional kvikmyndagagnrýnanda og hugsað til hans. Ég er btw ekki fyrsti í kvikmyndaheiminum til að kvarta undan hegðun Tómasar. Ástæðan fyrir því að ég hafði statusinn minn nafnlausan var til að forðast nákvæmlega þetta rugl. Ef Tómas vill athygli fyrir að vera gaurinn sem áreitir fólk, þá bið ég um að þessu sé ekki stillt upp sem einhverju persónulegu stríði. Ég þekki hann ekki, ég les hann ekki, ég svara honum ekki; ég hef kvikmyndir að gera og vini til að hlæja með. (PS: Ég las ekki nýjustu gagnrýni hans. Ég opnaði hana, sá staðreyndavillu, hugsaði „þarna þekki ég minn mann“ og lokaði aftur.
  4. Mentor er í bíó. Hún er sjúklega fucking fyndin, mæli með henni.“

 

Uppfært: Tómas svarar Sigurði

„Það er alvarlegt mál að stimpla mig sem einhvern eltihrelli (og hvað þá í fimm ár!). Ég get ekki á neinn veg ímyndað mér hvers vegna ég myndi „stalka“ jafn ómerkilegan leikstjóra og hann. Vel má vera að ég hef ekki líkað við myndirnar hans en það er alltaf rými til að bæta sig,“ segir Tómas Valgeirsson í stuttu spjalli við DV um málið og birtir yfirlýsingu í fjórum liðum eins og Sigurður:

„1. Eitt tístið snérist um nektarsenu með Júlí Heiðari og var tekið niður. Þótti það sennilega of mikið, þetta var ekki nýlega þó. Snérist þó um myndina en ekki leikstjórann.

2. Ég fékk boð á sýninguna í gegnum dreifingaraðila. Á frumsýningunni var salnum boðið að kíkja í teiti. Þetta er fjarri því að vera óalgengt.

3. Ef það er staðreyndarvilla í dómnum er minnsta mál að laga hana. Það er hollt að fá gagnrýni á gagnrýnina.

4. Um að gera að nýta þennan usla fyrir aukaplögg.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum
Hundur beit barn
Fréttir
Í gær

Telur að reykingabann mundi ekki „spila stóra rullu“

Telur að reykingabann mundi ekki „spila stóra rullu“
Fréttir
Í gær

Þórólfur leiðréttir misskilning – Segir að við þurfum að lifa lengi með veirunni

Þórólfur leiðréttir misskilning – Segir að við þurfum að lifa lengi með veirunni