fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Inga gáttuð á framkomu Eymundsson – „Svona gera menn bara ekki“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 9. júní 2020 14:57

Inga Sæland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist hugsi yfir fréttum dagsins um að bókaverslunin Eymundsson hafi tekið allar nýjar bækur útgáfunnar Uglu úr sölu sökum þess að Ugla hefur látið lesa bækur sínar inn sem hljóðbækur.

Sjá einnig: Bókaútgefandi ber Eymundsson þungum sökum

Þetta kom fram í ræðu Ingu á Alþingi í dag undir liðnum Störf þingsins. Þar skoraði Inga á þingið að fylgjast vel með þessu mái enda væri það alvarlegt að fyrirtæki í markaðsráðandi stöðu beitti sér með þessum hætti.

„Í Morgunblaðinu í dag má lesa frétt sem gerir mig verulega hugsi. Það kemur fram að stærsta bókaverslanakeðja landsins, Penninn/Eymundsson, hefur tekið allar nýjar bækur Bókaútgáfunnar Uglu úr sölu og endursent þær útgáfunni. Þetta gerist umorðalaust og án nokkurra viðvarana. Jakob Ásgeirsson útgefandi og eigandi Uglu segir að Eymundsson geri þetta til að refsa sér fyrir að hafa látið lesa bækur sínar inn sem hljóðbækur og streymt þeim til hlustunar á netinu. Slíkt hafa margar útgáfur gert að undanförnu. Mikil og vaxandi eftirspurn virðist eftir slíku hjá neytendum, það fólki sem hlustar á hljóðbækur, og er ég í þeim hópi enda með mjög skerta sjón.

Inga bendir á að jafnvel þó forstjóri Eymundsson hafi hafnað skýringum Uglu á því að bækurnar væru teknar úr sölu þá sé samt um athugaverð málsatvik að ræða sem þurfi að fylgjast með.

„Mjög alvarlegt ef að markaðsráðandi fyrirtæki í miðlun prentmáls eigi að geta haft sína hentisemi um það hvaða bækur hann bjóði til sölu. […]

Fyrirtæki sem fá að njóta markaðsráðandi stöðu eiga að hafa samfélagslegar skyldur. Svona gera menn bara ekki, það er að ráðast á litla útgáfu sem hefur staðið sig mjög vel og meðal annars gefið út margar perlur heimsbókmenntanna á undanförnum árum. Fyrir utan þetta þá er það ótækt ef rétt reynist að fákeppnisrisi á markaði reyni með svona hætti að stýra aðgengi neytenda að tilteknum vörutegundum, í þessu tilfelli hljóðbókum í streymi á netinu. Við sem löggjafi hér á hinu háa Alþingi, eigum að fylgjast grannt með þessu máli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ný verslun Ormsson og HTH opnar á Norðurtorgi

Ný verslun Ormsson og HTH opnar á Norðurtorgi
Fréttir
Í gær

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“
Fréttir
Í gær

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 
Fréttir
Í gær

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni
Fréttir
Í gær

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína
Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“