fbpx
Fimmtudagur 02.júlí 2020
Fréttir

Mannhaf á Austurvelli – „Við viljum ekki vera hér. Við viljum lifa lífi okkar“

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 3. júní 2020 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ísland mætti, Ísland mætti svo sannarlega. En við viljum ekki vera hér. Við viljum lifa lífi okkar en ekki mótmæla!“

Þetta voru upphafsorðin á samstöðumótmælum fyrir Black Lives Matter-hreyfinguna á Austurvelli í dag. Atburðurinn í dag fór fram í kjölfar mótmæla síðustu daga sem farið hafa fram um Bandaríkin öll og annars staðar á hnettinum. Rót mótmælanna má rekja til þess að lögregluþjónn í Minnapolis drap George Floyd.

Mikill fjöldi var mættur á Austurvöll í dag, en þar mátti finna mjög fjölbreyttan hóp fólks. Þar voru bæði lítil börn og aldrað fólk.

Mótmælin byrjuðu á átta mínútna og 46 sekúndna þögn, en það var tíminn sem það tók George Floyd að kafna og deyja þegar að lögreglumaður þrýsti hné sínu að hálsi liggjandi Floyd.

Ræðumenn voru sex: Asantewa Feaster frá New York-borg, Derek T. Allen frá Washington-fylki, Thorkell Brynjuson frá Minneapolis-borg, Sanna Magdalena Mörtudottir borgarfullrúi Sósíalistaflokksins, Asantewa Feaster frá New York-borg og Dori Levitt Baldvinsson frá New Jersey. Þau fjölluðu um margt tengt tilefni mótmælanna, til dæmis lögregluofbeldi, hvíta þjóðernishyggju, rótgróinn rasisma og mikilvægi Black Lives Matter.

Einhverjum hefur þótt ræða Thorkells Brynjusonar minnisstæðust. Hann fæddist í Reykjavík en hefur stærstan hluta lífs síns búið í Minneapolis, að hans sögn um það bil 30 metrum frá staðnum þar sem að George Floyd var myrtur. Hann lýsti reynslu sinni af því að vera svartur í Bandaríkjunum og sagði til dæmis sögu af því þegar að vinur hans lenti í vandræðum með lögregluna fyrir engar sakir.

„Hann lá þarna í jörðinni og í kringum hann voru nokkrir lögreglumenn sem allir miðuðu annaðhvort skammbyssu eða rafbyssu í átt að honum.“

Thorkell sagði að eina leiðin til að leysa vandamálið hafi verið að hringja í hvítu mömmurnar í hverfinu, vegna þess að lögreglan treysti þeim en ekki ungu svörtu fólki. Málið hafi sem betur fer leystst, en Thorkell spyr sig hvað hefði gerst hefðu þeim ekki dottið í hug að hringja í mæðurnar.

Ræðumenn sendu þau skilaboð að fólk skyldi taka þátt í þeirri byltingu sem nú er hafin og að það væri mikilvægt að halda áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum
Björguðu bát í vanda
Fréttir
Í gær

Bifhjólafólk fjölmennti við Vegagerðina og minntist fallinna félaga: Myndir

Bifhjólafólk fjölmennti við Vegagerðina og minntist fallinna félaga: Myndir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr vírus sem gæti orðið að heimsfaraldri fannst í Kína

Nýr vírus sem gæti orðið að heimsfaraldri fannst í Kína
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samstöðufundur Sniglana við Vegagerðina á morgun

Samstöðufundur Sniglana við Vegagerðina á morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásakanir um kosningasvindl og ritskoðun – Bubbi hættur í SÁÁ ef Þórarinn vinnur

Ásakanir um kosningasvindl og ritskoðun – Bubbi hættur í SÁÁ ef Þórarinn vinnur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það eru allir hálf lamaðir yfir þessu“

„Það eru allir hálf lamaðir yfir þessu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveimur leikjum hjá Fylkiskonum frestað

Tveimur leikjum hjá Fylkiskonum frestað