fbpx
Mánudagur 06.júlí 2020
Fréttir

Ferðaþjónustan í Reykjanesi lokuð vegna deilna um heitt vatn

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 28. júní 2020 19:00

Mynd úr safni. Mynd:Publicdomainnet

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna deilna um nýtingarrétt á heitu vatni er Ferðaþjónustan í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp lokuð. Deilan snýst um nýtingarrétt á heitu vatni fyrir reksturinn. Jón Heiðar Guðjónsson, hótelstjóri, hefur ekki fengið nein svör frá Ísafjarðarbæ við erindum sínum vegna málsins. Hann segir lokunina vera neyðarúrræði til að fá bæjaryfirvöld til að bregðast við.

Morgunblaðið skýrir frá þessu. Í tæplega 20 ár hafa núverandi eigendur mannvirkja gamla héraðsskólans í Reykjanesi rekið gistihús, tjaldsvæði og sundlaug þar. Frá því á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar hefur heitt vatn verið notað þarna og hafa eigendurnir gert það allan tímann sem þeir hafa verið með starfsemi þarna. Orkustofnun veitti Ferðaþjónustunni nýtingarleyfi á jarðhita. Orkubú Vestfjarða telur sig eiga hitaréttindin og Ísafjarðarbær er landeigandinn. Þessir aðilar kærðu leyfisveitingu Orkustofnunar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og fengu henni hnekkt.

„Við teljum okkur eiga nýtingarrétt samkvæmt kaupsamningi við ríkið og lóðarsamningi Ísafjarðarbæjar en komumst ekki neitt.“

Hefur Morgunblaðið eftir Jóni Heiðari.

Fyrirtækið sendi Ísafjarðarbæ bréf í nóvember síðastliðinn en engin svör hafa borist og stjórnendur bæjarins hafa ekki svarað í síma né tölvupóstum. Haft er eftir Jóni að hann hafi í bréfinu skýrt mál sitt og óskað eftir að stjórnendur Ísafjarðarbæjar færu yfir málið. Hann hafi ítrekað þetta í bréfi þann 1. júní  en það hafi heldur ekki skilað árangri.

„Mér finnst erfitt að reka hér hótel, tjaldsvæði og sundlaug í óþökk sveitarfélagsins. Það er tilgangslaust að halda áfram uppbyggingu þegar réttindi sem við teljum okkur eiga fást ekki viðurkennd.“

Er haft eftir Jóni en hótelinu var lokað í haust og hefur ekki verið opnað aftur vegna deilunnar. Jón segir það gert til að þvinga fram svör og viðurkenningu á nýtingarrétti að heita vatninu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Banaslysið á Kjalarnesi – Ótækt að Vegagerðin rannsaki sjálfa sig

Banaslysið á Kjalarnesi – Ótækt að Vegagerðin rannsaki sjálfa sig
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla í átökum við mann vopnaðan hnífi

Lögregla í átökum við mann vopnaðan hnífi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Engar breytingar á samkomubanni næstu þrjár vikurnar

Engar breytingar á samkomubanni næstu þrjár vikurnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórólfur herðir reglur- Íslendingar þurfa að fara í sóttkví við komuna til landsins

Þórólfur herðir reglur- Íslendingar þurfa að fara í sóttkví við komuna til landsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nýr sjóður vegna pakkaferða tekur fljótlega til starfa – Tryggja þarf að peningarnir fara ekki í annað en þeim er ætlað

Nýr sjóður vegna pakkaferða tekur fljótlega til starfa – Tryggja þarf að peningarnir fara ekki í annað en þeim er ætlað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan lýsir eftir Maríu Ósk

Lögreglan lýsir eftir Maríu Ósk
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eins árs barn greint með Covid-19 í gær

Eins árs barn greint með Covid-19 í gær
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þröstur dæmdur í fangelsi fyrir hrottafulla nauðgun

Þröstur dæmdur í fangelsi fyrir hrottafulla nauðgun