fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Hjólasektir ekki tengdar prómill í blóði

Tobba Marinósdóttir
Mánudaginn 1. júní 2020 11:00

Hlaupahjól eru greinilega til margra hluta nytsamleg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið hefur farið fyrir rafhlaupahjólum í miðbænum en tvö fyrirtæki bjóða þau nú til leigu. Notendur þurfa einungis að hlaða niður smáforriti sem sýnir hvar næsta lausa hjól er statt og greiða fyrir það í gegnum forritið en greitt er per mínútu.

Hjólin eru misjöfn eins og þau eru mörg en almennt komast þau upp í 25 km hraða per klukkustund en þó eru til hjól sem komast mun hraðar en það, en þá þarf að skrá þau sérstaklega. Dæmi eru um að átt hafi verið við rafhjól af ýmsum toga með því að rjúfa á innsigli hjólsins til að auka kraftinn. Hjólið er þar með orðið ólöglegt.

Í umferðarlögum flokkast rafhlaupahjól sem reiðhjól. Þeim má þó ekki aka á akbraut eins og reiðhjólum. Ekkert aldurstakmark er fyrir notkun á rafhlaupahjólum sem ekki fara yfir 25 km hraða en skylda er fyrir börn yngri en 16 ára að nota hjálm.

Sektir ekki tengdar prómill

Með hækkandi sól hefur sést þó nokkuð til fólks tvímenna á hjólunum eða undir áhrifum áfengis. Aðspurðu um hvaða lög og sekti gildi um akstur rafhlaupahjólanna eftir áfengisneyslu svarar Guðbrandur Sigurðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.  „Sektir eru ekki tengdar við prómill mælingar líkt og með ökutæki. Almennt kveða lög á um að ekki skuli hjóla eða reyna að hjóla eða stjórna eða reyna að stjórna hesti, ef hann er undir svo miklum áhrifum áfengis eða annarra örvandi eða deyfandi efna, að hann geti eigi stjórnað hjólinu eða hestinum örugglega. Þetta er matsatriði. Við reynum að hafa afskipti þegar það á við og þegar við teljum viðkomandi hættulegan umhverfi sínu.“

Guðbrandur segir að það hafi komið til að refsað hafi verið fyrir ölvun á hjóli með sekt. „Sektað hefur verið vegna ölvunar á hjóli. Það er ekki algengt. Það sést til dæmis helst þegar fólk veldur slysi ef það hefur verið undir áhrifum. Þetta er eitthvað sem við fylgjumst vel með og viljum að fólk fari varlega. Það er til dæmis ekki í lagi að vera á rafhlaupahjólum á götunni. Við höfum áhyggjur af þróun þessara mála og höfum séð þróun í nærliggjandi ríkjum þar sem orðið hafa mjög alvarleg slys. Það hafa orðið slys hérlendis en ekki því betur fer ekki mjög alvarleg. En með auknum fjölda gangandi og hjólandi eykst hættan,“ segir Guðbrandur.

Í Danmörku hafa yfirlæknar margra stærstu sjúkrahúsanna sett þrýsting á yfirvöld að innleiða hjálmaskyldu. Jón Magnús Kristjáns­son, yf­ir­lækn­ir bráðalækn­inga á Land­spít­al­an­um hefur einnig lýst yfir áhyggjum sínum í kjölfar aukinna meiðsla á borð við beinbrot sem rekja má til notkunar á rafmagnsvespum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki