fbpx
Fimmtudagur 17.júní 2021
Fréttir

Flugfreyjur bjóða Icelandair sérstakan samning

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 22. maí 2020 16:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við höfum undanfarnar vikur komið með lausn, svokallaðan fleytisamning, þar sem fólk tekur á sig aukna vinnu í ákveðinn tíma, við erum jákvæð fyrir því. En að skerða laun, réttindi og auka vinnuskyldu til frambúðar er eitthvað sem við höfnum alfarið,“

Icelandair hefur boðist svokallaður fleytisamningur frá flugfreyjum. Markmið samningsins væri að hjálpa flugfélaginu í gegnum erfiða tíma. Frá þessu greinir RÚV.

„Ég vísa því alfarið á bug að stétt flugfreyja og þjóna geti staðið í vegi fyrir velgengni félagsins eða borið ábyrgð á því ef illa fer. Við erum í kjaradeilu um lífsviðurværi okkar fólks. Það þarf að bera virðingu fyrir því og á meðan sýnum við ríkan samningsvilja til að ganga frá samningum, en við ætlum ekki að taka það á okkur að breyta kjörum og skerða þau til frambúðar vegna ástandsins.“

Þetta segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands segir samt sem áður ekki koma til greina að skerða laun og réttindi flugfreyja til frambúðar. Hún segir að félagsfólki hafi brugðið við bréfi Boga, það hafi verið brot á kjarareglum, auk þess sem hann hafi innihaldið vitlausar uppfinningar.

„Það er gífurleg samstaða í hópnum og einhugur í fólki að standa á því sem við höfum boðið, sem eru miklar tilslakanir og hóflegar launahækkanir,“

„Sá samanburður sem hann greinir frá er frá fyrra tilboði Icelandair. Þannig að það er erfitt fyrir þá sem ekki vita um hvað málið snýst. Þetta líta út eins og hækkanir, en eru lækkanir um fram allt, þó svo að dregið hafi verið úr einhverjum atriðum frá síðasta tilboði,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samfélagsmiðlar loga vegna #MeToo – „Hvað er það annað en gróft ofbeldi þegar einstaklingur safnar liði og ræðst á einn“

Samfélagsmiðlar loga vegna #MeToo – „Hvað er það annað en gróft ofbeldi þegar einstaklingur safnar liði og ræðst á einn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

25.000 bóluefnaskammtar í vikunni – Töluvert um yfirlið í bólusetningum

25.000 bóluefnaskammtar í vikunni – Töluvert um yfirlið í bólusetningum