fbpx
Laugardagur 30.maí 2020
Fréttir

Efling afturkallar úthlutanir orlofshúsa í apríl

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 4. apríl 2020 16:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Efling stéttarfélag hefur tekið ákvörðun um að draga til baka samninga um leigu orlofshúsa sinna í apríl sökum heimsfaraldurs COVID-19. Hvetja þau eigendur einkabústaða til að sýna sömu ábyrgð í verki og halda sig heima um páskana.

Samkvæmt tilkynningu er um afar þungbæra ákvörðun hjá félaginu að ræða, en nauðsynleg í ljósi aðstæðna.

„Ég er mjög leið yfir að þurfa að taka þessa ákvörðun því að ég veit hvað dvölin í bústöðunum hefur mikla þýðingu fyrir mitt fólk enda hafa fæstir í hópi verkafólks aðgang að eigin bústað. Á hinn bóginn lít ég svo á að okkur beri skylda til að halda áfram að taka ábyrga afstöðu gagnvart útbreiðslu Kórónuveirunnar, eins og við í Eflingu höfum gert frá því að fyrsta tilfellið greindist á Íslandi. Því förum við að tilmælum stjórnvalda og drögum samningana til baka í þeirri von að með því gerum við okkar til að minnka hættu á slysum á þjóðvegum landsins og hægja á útbreiðslu veirunnar,“ er haft eftir Sólveigu Önnu í tilkynningu.

Sólveig Anna hvetur eigendur einkasumarbústaða til að axla sömu ábyrgð í verki og halda sig heima um páskana.

„Það er að mínu mati óásættanlegt að verka- og láglaunafólk komist ekki í orlofshús vegna faraldursins en tekjuhærra fólk geti áfram notið þeirra gæða sem fólgin eru í að komast út fyrir bæinn. Við hljótum að ætla öll að vera saman í því að hlýða tilmælum yfirvalda og halda okkur heima um páskana.“

Samkvæmt tilkynningu hefur Efling þegar sent öllum þeim félögum sem höfðu tekið hús á leigu í apríl skilaboð um ákvörðunina. Leigutökum fá endurgreitt og verður leitað leiða til að koma til móts við óskir þeirra um leigu orlofshúsa síðar á árinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

2,5 milljón króna verðlaun í stærsta hakkaþoni Íslandssögunnar

2,5 milljón króna verðlaun í stærsta hakkaþoni Íslandssögunnar
Fréttir
Í gær

Wei Li var með ófalsaða mynt

Wei Li var með ófalsaða mynt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hótel Saga bregst við aðstæðum: Hyggjast bjóða háskólanemum að leigja herbergi

Hótel Saga bregst við aðstæðum: Hyggjast bjóða háskólanemum að leigja herbergi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ingimar ákærður fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti – Hefur sett tvær starfsmannaleigur á hausinn

Ingimar ákærður fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti – Hefur sett tvær starfsmannaleigur á hausinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neyðarlínan kölluð á teppið – „Almenningur á skilið að það sé hlustað og brugðist við“

Neyðarlínan kölluð á teppið – „Almenningur á skilið að það sé hlustað og brugðist við“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt á suðupunkti í netheimum eftir Kastljóssviðtalið við Kára

Allt á suðupunkti í netheimum eftir Kastljóssviðtalið við Kára
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári reiður út í Svandísi: „Afskaplega hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“

Kári reiður út í Svandísi: „Afskaplega hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Meintur barnaníðingur liðlega tvítugur – Níðingar á öllum aldri segir sérfræðingur

Meintur barnaníðingur liðlega tvítugur – Níðingar á öllum aldri segir sérfræðingur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nýtt smit á Íslandi

Nýtt smit á Íslandi