fbpx
Mánudagur 21.júní 2021
Fréttir

Kári Stefánsson er ekki sáttur: „Í þessu felst slík mannfyrirlitning að það eru engin takmörk á því“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 25. mars 2020 17:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í þessu felst slík mannfyrirlitning að það eru engin takmörk á því“

Þetta var meðal þess sem Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Í þættinum hraunaði Kári yfir Persónuvernd fyrir afgreiðslu þeirra á umsókn Íslenskrar erfðagreiningar um birtingu á niðurstöðum rannsóknar á COVID-19. Hlutverk Persónuverndar í ferlinu var að ganga úr skugga um að rannsóknin og framkvæmd hennar brjóti ekki í bága við persónuverndarlögin.

„Hann er að deyða fólk og hann er að leggja samfélagið á hliðina“

Kári birti nýverið pistil þar sem hann sakaði Persónuvernd um að fremja glæp með því að afgreiða málið svona seint en nú er komið grænt ljós á birtingu rannsóknarinnar. Í Reykjavík síðdegis í dag var Kári harðorður í garð starfsfólks Persónuverndar. „Við fengum bréf þar sem okkur var veitt leyfi sem bendir til þess að þeir sem þar vinna hafi ekki hugmynd um hvað þeir eru að gera, ekki minnstu hugmynd,“ sagði Kári í útvarpsþættinum og ljóst var að hann er ekki sáttur með störf Persónuverndar.

„Þeir veita okkur leyfið en í lok bréfsins þá sögðu þeir að þeir yrðu að skoða þessa umsókn í ljósi þess sem gerðist 7. mars, þegar við fórum af stað með skimunina. Þeir gefa það í skyn í þessari lokamálsgrein að við höfum verið að plata, við höfum alltaf ætlað að gera svona vísindarannsókn, að við höfum ekki bara verið að vinna klíníska vinnu.“

Kári útskýrði þá hver misskilningurinn er. „Misskilningurinn í þessu er sá að hver einasta rannsókn sem við höfum gert hún byrjar á því að við vinnum með gögn sem verða til við það að klínísk þjónusta er veitt. Venjulega þá líður lengri tími frá því að klínísku gögnin eru búin til og rannsóknin gerð,“ sagði hann. Í dag er þetta stuttur tími vegna þess að það er að geisa faraldur og hann er að hreyfa sig hratt, hann er að meiða fólk, hann er að deyða fólk og hann er að leggja samfélagið á hliðina.“

„Til þess að sýna Kára Stefánssyni hver getur sett hann á sinn stað“

Kári segir Íslenska erfðagreiningu hafa aflað gagna fyrir sóttvarnarlækni. „Hann getur staðfest að þessi gögn voru búin til, til þess að það fengist sýn á það hvað væri að gerast í faraldrinum á Íslandi. En eins og alltaf þegar menn fá sýn á einhvern sjúkdóm í okkar samfélagi, þá er það ekki bara svo að menn reyni að koma því á framfæri til að aðrir geti lært af því, það er skylda manna að gera slíkt.“

Kári ákvað þá að taka skref aftur á bak og láta eins og „þessi vitleysa Persónuverndar“ væri rétt, að Íslensk erfðagreining hafi alltaf ætlað að vinna svona rannsókn. „Hver hefði glæpurinn þá verið?“ spyr Kári og svarar því sjálfur um hæl. „Glæpurinn hefði verið að auka þekkingu á sjúkdómi sem er að geisa í samfélaginu.“

„Þegar þú lest bréfið þá er það alveg ljóst að þau sátu á þessu yfir helgina, í þrjá daga á meðan tilfellin í heiminum þrefölduðust,“ sagði Kári. „Þau sátu á þessu til þess eins að sýna hver hefði valdið, því þau gerðu enga athugasemd við nokkurn skapaðan hlut í umsókninni. En þau sátu á þessu í þrjá sólarhringa og í þessu felst slík mannfyrirlitning að það eru engin takmörk á því. Það er allt að fara á hliðina og á meðan þetta gerist þá er ástæða til þess að hægja á því að það sé hægt að senda svona frá sér, til þess að sýna Kára Stefánssyni hver getur sett hann á sinn stað. “

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ingó opinberar ástina

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einkennilegur þjófnaður átti sér stað í nótt – Þegar maðurinn kom út var hundurinn horfinn

Einkennilegur þjófnaður átti sér stað í nótt – Þegar maðurinn kom út var hundurinn horfinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Barnaverndarnefnd Kópavogs fékk móður svipta forræði yfir þremur börnum – Landsréttur staðfesti dóminn

Barnaverndarnefnd Kópavogs fékk móður svipta forræði yfir þremur börnum – Landsréttur staðfesti dóminn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ósakhæfur barnaníðingur á sambýli fyrir geðfatlaða veldur ólgu í Mosfellsbæ – Börn í næstu húsum og leikskóli í götunni

Ósakhæfur barnaníðingur á sambýli fyrir geðfatlaða veldur ólgu í Mosfellsbæ – Börn í næstu húsum og leikskóli í götunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Var brugðið þegar hann las um sjálfan sig í dagbók lögreglu eftir átök um smáhund – „Ég var ekki handtekinn“

Var brugðið þegar hann las um sjálfan sig í dagbók lögreglu eftir átök um smáhund – „Ég var ekki handtekinn“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Bandarískt par keypti penthouse-íbúð við Austurhöfn á 295 milljónir króna

Bandarískt par keypti penthouse-íbúð við Austurhöfn á 295 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Auði leið eins og geranda eftir að reiðar konur tættu skrif hennar í sig

Auði leið eins og geranda eftir að reiðar konur tættu skrif hennar í sig