fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Fyrrverandi keppandi í Gettu betur spyr hvort það sé í lagi að svindla – „Hvers vegna fengu liðsmenn MR að njóta vafans?“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 28. febrúar 2020 17:00

Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnór Steinn Ívarsson var í liði Borgarholtsskóla sem keppti til úrslita í Gettu betur árið 2014. Rétt fyrir keppnina hafði hann í höndunum sýningarskrá Borgarleikhússins en óskaði þess síðar að hann hefði rýnt betur í það lesefni því hann fékk spurningu upp úr því í keppninni þegar hann klúðraði.

Arnór rifjar þetta upp í grein á Vísir.is í dag. Hann skrifar:

„Ég brjálaðist út í sjálfan mig fyrir að klúðra þessu. Ég bókstaflega las svarið klukkutíma fyrir keppni. Hvernig, hvernig gat ég ekki munað þetta? Við á endanum töpuðum og ég var svo tapsár að ég hætti í liðinu þrátt fyrir að eiga eitt ár eftir af menntaskóla.“

Arnór veltir því upp hvað það hefði verið gott fyrir hann að njóta dálítillar hjálpar þegar spurningin kom upp. Og víkur síðan máli að nýlegu, umdeildu atviki í keppninni er MR var grunaður um að hafa notið ólöglegrar aðstoðar þjálfara síns sem varð til þess að liðið marði eins stigs sigur á Kvennaskólanum í úrslitaleiknum. Arnór skrifar:

„Segjum að þjálfarinn minn hefði náð að kasta til mín mjög vel þeginni hjálp upp á svið og enginn hefði heyrt, ekki dómarar og spurningahöfundar, spyrill, framleiðendur, útsendingarstjórnendur, aðrir keppendur, myndavélafólk eða fólk heima, hefði það þá ekki talist vera svindl?

Ég spyr af því að nákvæmlega þetta gerðist í keppni MR og Kvennó um daginn og það var víst ekki talið sem svindl. Liðsmaður MR sagði rétt svar en breytti því yfir í vitlaust svar. Þjálfarinn kallaði NEI upp á svið og liðsmaðurinn breytti til baka. MR vann, naumlega. Þetta er búið að gera mér mjög hugleikið síðustu vikur af óteljandi ástæðum og ég eiginlega gat ekki setið á mér lengur.

Þegar við kepptum, bæði í útvarpi og sjónvarpi, var farið nokkuð vel yfir hvað mátti og hvað mátti ekki. Allt svindl er … tja … bannað. Það er bannað að vera með miða með sér, heyrnartól eða einhverskonar hlustitæki og öll framíköll úr sal eru bönnuð.“

Arnór spyr síðan hreinlega hvort það sé orðið leyfilegt að svindla í keppninni og er gagnrýninn á þann úrskurð RÚV að ekkert óeðlilegt hafi gerst:

„Hvað breyttist í keppni MR og Kvennó? Hvers vegna fengu liðsmenn MR að njóta vafans eftir augljóst framíkall þjálfara þeirra? Dagskrá RÚV spilaði víst stórt hlutverk í ákvörðun Stýrihóps að láta þessi glórulausu úrslit standa en hvaða skilaboð er verið að senda? Það er í lagi að svindla svo lengi sem enginn heyri til? Það er í lagi að svindla svo lengi sem enginn þorir að gera neitt í því? Það er í lagi að svindla ef skólinn er talið eitt af stórveldum keppninar?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst