fbpx
Fimmtudagur 02.apríl 2020
Fréttir

John Snorri grét þegar hann neyddist til að snúa til baka – Grunsemdir um að leiðangrinum á K2 hafi verið spillt vísvitandi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 27. febrúar 2020 11:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson freistaði þess að skrá nafn sitt í sögubækur með því að komast á topp fjallsins K2 í Pakistan á vetrartíma. En leiðangurinn komst aldrei upp í næstu búðir fyrir ofan grunnbúðir. Í viðtali við Morgunblaðið segir John Snorri að það hafi valdið honum mikilli sorg að þurfa að snúa til baka. Hann og félagi hans, Tomaž Rotar, voru allan tímann tilbúnir í að klára þetta verkefni, en aðstoðarmenn þeirra, sherparnir, brugðust þeim og vildu snúa til baka af ýmsum ástæðum.

Farið er vel yfir málið í áðurnefndu viðtali Morgunblaðsins við John Snorra en Rotar birtir einnig grein um ferðina í Morgunblaðinu í dag. Þar gerir hann því skóna að leiðangurinn hafi verið vísvitandi eyðilagður. Hann skrifar:

„Þeir atburðir sem hér er lýst vekja grunsemdir um að spillt hafi verið fyrir leiðangrinum af ásettu ráði, en hvað liggur að baki vitum við ekki. Það styður einnig við þennan grun að vegabréfsáritanir Sherpans runnu út í lok febrúar, þannig að miðað við skilyrðin sem lýst er á Baltaro og skilyrðin á Karakorum-vegi hefðum við átt að yfirgefa grunnbúðirnar að minnsta kosti tíu dögum áður (yfirleitt er gert ráð fyrir að flutningur taki 15 daga), á tíma þegar hámarkstímabilið er nýhafið.“

Rotar segir að hann og aðrir leiðangursmenn hafi verið tilbúnir í þetta verkefni og veðurskilyrði hafi verið góð. Fáránlegar „tilviljanir“ hafi átt sér stað í leiðangrinum sem ekki eigi að geta átt sér stað í svona vel undirbúnum leiðangri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Samkomubannið verður að minnsta kosti út apríl

Samkomubannið verður að minnsta kosti út apríl
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Jói er látinn: „Hann var hetjan mín“

Jói er látinn: „Hann var hetjan mín“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfir 100 sagt upp hjá Isavia

Yfir 100 sagt upp hjá Isavia
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórólfur þakklátur Helga Björns – „Ég þori ekki að segja Helgi Eff Björns…“

Þórólfur þakklátur Helga Björns – „Ég þori ekki að segja Helgi Eff Björns…“