fbpx
Fimmtudagur 09.apríl 2020
Fréttir

Endaði örmagna á geðdeild í gær – „Á meðan skálaði dómsmálaráðherra áhyggjulaus í „sjampó“ með vinum sínum“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. febrúar 2020 11:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Til stóð að vísa Maní Shahidi, sautján ára gömlum trans-pilti, úr landi í morgun ásamt fjölskyldu sinni en brottvísuninni var frestað í kjölfar þess að Maní var lagður inn á barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Fjöldi fólks vakti athygli á máli Maní í gær og kröfðust margir þess að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra myndi gera eitthvað í málinu.

Áslaug tjáði sig þó ekkert um málið opinberlega í gær þrátt fyrir áskoranir þess efnis. Dómsmálaráðherrann var reyndar vant við látin í gærkvöldi þegar umræðurnar stóðu sem hæst. Áslaug var stödd á árshátíð laganema í HÍ í gærkvöldi og þar skálaði hún uppi í pontu á sama tíma og barist var fyrir því að barnaverndarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna yrði virtur í máli Maní.

Eins og áður segir var brottvísun Maní frestað vegna innlagnar hans á BUGL en það var gertt vegna „alvarlegrar andlegrar vanheilsu“ hans. Læknar á geðdeildinni lögðust gegn því að Maní verði fluttur úr landi í því ástandi og staðfesti lögregla að það yrði ekki gert í dag.

Fjölmiðlakonan María Lilja Þrastardóttir gagnrýndi Áslaugu harðlega fyrir þögnina á Twitter-síðu sinni í dag. „Í gær endaði ungur (trans)drengur á geðdeild örmagna, vegna ómannúðlegar stefnu yfirvalda í garð hælisleitenda. Á meðan skálaði dómsmálaráðherra áhyggjulaus í „sjampó“ með vinum sínum.“

Þá deilir María mynd af Áslaugu þar sem hún er stödd á Hinsegin-dögum en margir hafa gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn undanfarið fyrir að skreyta sig með fjöðrum fjölbreytileikans án þess að leggja sitt af mörkum í að styðja hann, eins og í máli Maní.

Fleiri hafa gagnrýnt Áslaugu á samfélagsmiðlinum en Óskar Steinn, varaforseti Ungra jafnaðarmanna, er einn þeirra sem gerir það . „Á meðan Áslaug Arna segir brandara á árshátíð Orators óttast 17 ára Maní um líf sitt og býr sig undir brottvísun í nótt,“ segir hann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í miðbænum

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Banaslys í miðbænum
Fréttir
Í gær

Haukur minnist Kjartans – „Það fór ekki framhjá neinum þegar hann mætti“

Haukur minnist Kjartans – „Það fór ekki framhjá neinum þegar hann mætti“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur læknir varar við – „Síminn er stundum þriðja óhreina höndin þín“

Vilhjálmur læknir varar við – „Síminn er stundum þriðja óhreina höndin þín“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp

Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tengja aukið heimilisofbeldi vegna COVID-19 við dauðsföll tveggja kvenna

Tengja aukið heimilisofbeldi vegna COVID-19 við dauðsföll tveggja kvenna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lífeindafræðingur komst ekki til að taka sýni út af ferðagleði landsmanna – „Erum við í alvöru svona sjálfhverf?“

Lífeindafræðingur komst ekki til að taka sýni út af ferðagleði landsmanna – „Erum við í alvöru svona sjálfhverf?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er myndbandið sem Þórólfur vill að þú horfir á

Þetta er myndbandið sem Þórólfur vill að þú horfir á
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margir minnast Gissurar: „Mikill meistari er fallinn frá“

Margir minnast Gissurar: „Mikill meistari er fallinn frá“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andlát vegna COVID-19 í Bolungarvík

Andlát vegna COVID-19 í Bolungarvík