fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Gunnlaugur vill að íslensku bankarnir fari aftur í útrás – Tryggvi segir andstöðu Íslendinga einu fyrirstöðuna

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 12. febrúar 2020 09:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri Fjártækniklasans, segir að ef íslensku bankarnir verði seldir einkaaðilum þá þurfi þeir að skoða útrás. Þau orð fara líklega illa í marga Íslendinga sem muna eftir síðustu útrás. Sú endaði í hruninu 2008.

Blaðamaður Vísis, sem er jafnframt fyrrverandi bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Rakel Sveinsdóttir, ræddi við ýmsa viðmælendur sem allir vildu selja bankana. Gunnlaugur segir að bankarnir sem yrðu seldir myndu allir þurfa að skoða útrás í kjölfar þess að fjárfesta í nýsköpun og fjártækni:

„Það má orða það þannig að maður eigi erfitt með að sjá fyrir sér að bankar verði til í núverandi mynd eftir 15-20 ár. Með breytingum og opnun á mörkuðum hverfa eða lækka hindranir á milli  landa og fjármálastarfsemi líkist meira því sem við höfum séð í upplýsingatækni á síðustu áratugum. Það er þannig mögulegt að ákveðin þjónusta muni verða veitt af stórum fjármála- og upplýsingatæknifyrirtækjum en svo verði til ýmiss konar syllur, þar sem minni fyrirtæki geta blómstrað.“

Hann fullyrðir bankar í einkaeign muni finna sína syllu erlendis. „Þótt íslenska krónan veiti ákveðna vernd fyrir íslenska banka, þá held ég að meira að segja sú vernd muni skipta minna máli þegar fram í sækir. Bankarnir munu þannig þurfa að þróast og þroskast og finna syllur með tímanum. Eitthvað sem þeir geta keppt í á hinum stóra alþjóðlega markaði. Slíkir hlutir hafa reyndar að einhverju leyti verið að gerast.“

Auk Gunnlaugs ræddi Vísir við sex aðra sem vildu að ríkið selji bankana. Tryggvi Pálsson, fyrrverandi formaður bankaráðs Landsbankans, sagði almenningsálit á Íslandi myndi gera það erfiðara fyrir. Hann segir að það helsta vandamálið við að selja bankana sé að almenningur sé á móti því. Rannsóknir hafa sýnt að meirihluti Íslendinga vilji ekki selja bankana. Tryggvi vill samt selja bankana:

„Ég tel ekki ástæðu til að bíða með sölu. Vandamálið er einkum það að almenningsálitið er þannig að helst megi enginn annar en ríkið eiga banka. Allir mögulegir kaupendur eru tortryggðir.“

En hvað segja lesendur, á ríkið selja hlut sinn í bönkunum?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu