fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Gríðarleg mengun í Reykjavík – Almenningur hvattur til að keyra minna og forðast útivist við umferðargötur

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 17. desember 2020 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gríðarlega háar tölur mælast nú á svifryksmælum á höfuðborgarsvæðinu. Þannig var mælirinn á horni Grensásvegar og Miklubrautar á rauðu milli klukkan 8 og 10 í morgun og sýnir nú appelsínugult. Hæst fóru svifryks tölurnar þar í 127 míkrógrömm á rúmmetra (µg/m³). Nú klukkan 14:00 stóð mælingin í sléttum 100.

Um miðjan nóvember var sagt frá því í fréttum að börn í leikskólanum Álftaborg við Safamýri hafi verið haldið inni vegna mengunar. Þá mældist styrkur svifryks í andrúmslofti við Grensásveg 148 µg/m³.

Samkvæmt vefsíðunni Loftgæði.is er ástandið ögn skárra þar sem aðrir mælar borgarinnar eru staðsettir. Þó sýnir mælirinn við Bústaðaveg og Háaleitisbraut gult ástand eða 58 µg/m³. Hæst fóru tölurnar þar í 84.4 µg/m³ í hádeginu í dag.

Verst er ástandið við Dalsmára í Kópavogi en klukkan 14:00 voru þar 231 µg/m³. Ástandið annars staðar er viðunandi, eða grænt samkvæmt litakvarða Umhverfisstofnunar.

Í tilkynningu frá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar segir:

Nú er hægur vindur og kalt, götur þurrar og ekki líkur á úrkomu í dag svo líklegt er að styrkur svifryks fari yfir sólarhringsheilsuverndarmörk sem eru 50 míkrógrömm á rúmmetra. Gert er ráð fyrir svipuðu veðri næstu daga og því líkur á að styrkur svifryks verði áfram hár.

Er almenningur þar jafnframt hvattur til að keyra minna og nýta sér almenningssamgöngur eða sameinast í bíla. Þá eru þeir sem viðkvæmir eru fyrir í öndunarfærum hvattir til þess að forðast útivist í nágrenni stórra umferðargatna.

Veður hefur verið með eindæmum stillt síðan í gærkvöldi og má búast við áframhaldandi stillu og þurru veðri fram á laugardag hið minnsta. Því er líklegt að mengunartölur haldist háar í borginni fram að helgi að minnsta kosti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“