fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Sælufæði verkalýðsins í forgrunni í matreiðsluþættinum „Kjaft-fæði“

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 24. nóvember 2020 14:40

mynd/instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er engum blöðum um það að flétta að landinn hefur haft nægan frítíma úr að spila í „kófinu.“ En Íslendingar voru svo sem ekki lengi að finna sér hitt og þetta til dundurs. Svo til um leið og fyrstu samkomutakmarkanir byrjuðu mynduðust raðir í Sorpu, innréttingar kláruðust í IKEA og hann Víðir Hólm Ólafsson kvikmyndagerðamaður tók að elda. Víðir segist reyndar alltaf hafa verið áhugamaður um eldamennsku, en með nýfundnum frítíma af völdum Covid-19 faraldursins hafi hann loks fundið tíma til að fara með hobbíið sitt lengra.

Víðir nam kvikmyndagerð í London er með B.A. gráðu í verklegri kvikmyndagerð, eða practical filming. Í samtali við blaðamann segir hann að flutningurinn að heiman og út í nám hafi jafnframt ýtt við honum og að hann hafi þurft að „læra að bjarga sér.“ „Ég er kolagrillari og auðvitað kominn í súrdeigsbrauðið og allt þetta vesen,“ segir Víðir kímnislega.“ „Svo er ég auðvitað með minn eigin súr í brauðið. Maður byrjaði á því um leið og Covid skall á, eins og allir aðrir kannski, að græja sinn eigin súr.

Nú hefur Víðir tekið upp á því að sameina þessi tvö áhugamál sín, kvikmyndagerð og eldamennsku í matreiðsluþáttunum „Kjaft-fæði.“ Víðir segist sjálfur áhugasamur um matreiðsluþætti, en að hans áliti hafa þeir sem Íslendingum stendur til boða nú leggja full mikla áherslu á rétti og eftirrétti sem fólk er almennt ekkert að elda fyrir sig frá degi til dags. Hafi hann því ákveðið að leggja áherslu í sinni dagskrárgerð á svokallað sælufæði sem hver sem er getur lagað heima hjá sér. Sælufæði verkalýðsins, jafnvel. Víðir segist reyndar hafa slegið tvær flugur í einu höggi, því með þáttunum hafi hann öðlast afsökun til að kaupa sér nýja upptökuvél og búnað, forláta Sony A-73 vél.

Þættirnir eru nú orðnir tveir og verða vikulegir að sögn Víðis. Sá fyrri fór yfir hið fullkomna Kjúklinga Parm, og sá seinni um hina fullkomnu eðlu. Eðlan hans Víðis fékk reyndar 10/10 í einkunn frá engum öðrum en „eðlumanninum,“ Steinda Jr. Þættina má sjá hér að neðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“