fbpx
Fimmtudagur 28.janúar 2021
Fréttir

Kristófer er 70% öryrki eftir slys og VÍS neitaði að borga – Klessti á með dagsgamalt bílpróf

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 24. nóvember 2020 16:00

mynd/skjáskot stöð2

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi í gær bótaskyldu VÍS vegna alvarlegs áreksturs á Gullinbrú þann 14. október 2014.

Kristófer Auðunsson, sem hafði fengið bílprófið sitt daginn áður, missti þá stjórn á bíl sínum er hann ók norður yfir Gullinbrú í Grafarvogi. Fór bifreiðin þá yfir kantstein, upp á graskant og hljóðmön sem er við veginn, fór í loftkasti fram af hljóðmöninni þar sem hún endaði nokkru norðar, kastaðist þaðan yfir á ljósastaur, síðan á tímatöflustaur við biðskýli strætisvagna, þá á biðskýlið, og þaðan yfir á akbrautina á ný þar sem bifreiðin stöðvaðist á hvolfi á vinstri akrein.

Samkvæmt mælingum lögreglu mældist vegalengd milli hjólfara bílsins og bifreiðarinnar þar sem hún nam staðar eftir slysið, 12,7 metrar.

Ökumaðurinn ungi hlaut alvarlega áverka í slysinu, meðal annars heilablæðingu, höfuðkúpu- og andlitsbrot auk brots á báðum handleggjum. Hann mun hafa dvalið á gjörgæsludeild Landspítala í tvær vikur og síðan verið í reglulegu eftirliti hjá Landspítalanum og í endurhæfingu á Reykjalundi. Kristófer er eftir slysið metinn 70% öryrki.

Í viðtali Stöðvar 2 við feðgana er persónuleiki Kristófers sagður hafa tekið miklum breytingum. Gagnrýndi Auðun Pálsson, faðir Kristófers, kerfið og sagðist vilja breytingar á því. Engin langtímameðferð væri í boði fyrir fólk sem fengi heilaskaða. Viðtal við feðgana má sjá hér.

VÍS neytt til að borga

Í rannsókn lögreglu á slysinu kom fram að bifreiðin var ekki í ökuhæfu ástandi, meðal annars vegna ástands hemla bifreiðarinnar. Þá kom fram að hraði bifreiðarinnar hafi verið 105 km/klst þar sem hámarkshraði var 60 km/klst. Í ljósi þessa tilkynnti VÍS að til greina kæmi að skerða eða fella niður bótarétt ökumannsins og eiganda bifreiðarinnar. Síðar ákvað tryggingafélagið að skerða bætur um helming sökum stórkostlegs gáleysis ökumannsins.

Fyrir dómi var tekist á um hvort gáleysi ökumannsins unga hafi verið „stórfellt,“ „einfalt“ eða ekki til staðar. Til þess að raska megi bótagreiðslu þarf stórfellt gáleysi að liggja fyrir. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að sökum mikils hraða og veðurfars, en vegurinn var á þessum tíma ísilagður, hafi ökumaðurinn vissulega sýnt af sér stórfellt gáleysi. Hins vegar hafnar dómurinn því að það sé ein og sér nægileg ástæða til að skerða bótarétt. Lítur dómurinn þá meðal annars til ungs aldurs ökumanns og segir:

Þótt  ungur  aldur ökumanns  geri  ekki  minni  kröfur  til  ökulags  hans  samkvæmt umferðarlögum  þá  hefur  aldur  hans  áhrif  á  mat  á  því  hvort  honum  verði  gert  að  sæta skerðingu  á  bótum  vegna líkamstjóns. Stefnandi  var  17  ára  á  slysdegi og reynslulítill ökumaður. Mæla þessi atvik með því að síður komi til álita að beita heimild til lækkunar bóta.

Þá segir að varanlegt tjón drengsins sé mikið og vísa til þess að maðurinn sé 70% öryrki og að slysið hafi skert lífsgæði hans verulega. Eins var litið til þess að aðstæður á slysstað, einkum hljóðmön, hafi verið meðvirkandi orsök þess hve tjón stefnanda varð mikið.

Var ökumanninum í því ljósi viðurkennd bótaskylda úr slysatryggingu ökumanna og eiganda bifreiðarinnar úr ökutækjatryggingu. Þá var VÍS dæmt til að greiða málskostnað vegna málsins, samtals um 3,9 milljónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Diljá um heiðurstengda ofbeldið – „Ekkert annað en yfirlæti eða mannfyrirlitning“

Diljá um heiðurstengda ofbeldið – „Ekkert annað en yfirlæti eða mannfyrirlitning“
Fréttir
Í gær

Orkubúið ætlaði að loka fyrir rafmagn til Kampa – Skuldin sögð nema tugum milljóna

Orkubúið ætlaði að loka fyrir rafmagn til Kampa – Skuldin sögð nema tugum milljóna
Fréttir
Í gær

Guðmundur Magnússon jarðsettur í dag – Þekktir Íslendingar minnast frábærs kennara

Guðmundur Magnússon jarðsettur í dag – Þekktir Íslendingar minnast frábærs kennara
Fréttir
Í gær

Vopnaðir dópsalar dreifðu grasi og spítti um Akureyri – Höfðu saman 250 þúsund á mánuði upp úr krafsinu

Vopnaðir dópsalar dreifðu grasi og spítti um Akureyri – Höfðu saman 250 þúsund á mánuði upp úr krafsinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hjólahvíslarinn varð fyrir afbroti – „Skrýtin tilfinning“

Hjólahvíslarinn varð fyrir afbroti – „Skrýtin tilfinning“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldur logar á ný í Kaldaseli – MYNDIR

Eldur logar á ný í Kaldaseli – MYNDIR
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eitt innanlandssmit í gær – Lægsta tíðni nýgengi smita síðan í júlí

Eitt innanlandssmit í gær – Lægsta tíðni nýgengi smita síðan í júlí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slökkvilið enn að störfum í Breiðholti – 40 slökkviliðsmenn komu að brunanum

Slökkvilið enn að störfum í Breiðholti – 40 slökkviliðsmenn komu að brunanum