fbpx
Þriðjudagur 19.janúar 2021
Fréttir

30 daga í steininn fyrir skjalafals og brot á sóttvarnalögum

Heimir Hannesson
Mánudaginn 23. nóvember 2020 20:00

Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli mynd/Haraldur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi fyrir helgi tvo menn í 30 daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals og brot á sóttvarnalögum fyrir að hafa framvísað fölsuðum skilríkjum og að hafa ekki mætt í skyldubundna síðari skimun vegna Covid-19.

Mennirnir komu til landsins sunnudag 4. október og framvísaði við á Keflavíkurflugvelli slóvensku vegabréfi og ökuskírteini. Við nánari skoðun kom í ljós að mennirnir eru í rauninni frá Albaníu. Fyrir þetta voru þeir fyrir þetta brot dæmdir fyrir skjalafals.

Við komum mannanna til landsins, þann 26. september, völdu þeir að fara í sýnatöku í stað tveggja vikna sóttkvíar. Áttu mennirnir því reglum samkvæmt að dvelja í sóttkví í fjóra daga og mæta svo í seinni sýnatökuna. Í þá sýnatöku mættu þeir aldrei.

Mennirnir tveir játaðu brot sín skýlaust og höfðu ekki gerst brotlegur við lög áður. Í því ljósi dæmdi dómstóllinn þá í 30 daga fangelsi og til greiðslu 200.000 krónu sektar. Skulu mennirnir sæta 14 daga fangelsi ef sektin er ekki greidd innan fjögurra vikna. Þá skulu þeir greiða þóknun lögmanns síns og sakarkostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Árlega verða tíu til fimmtán undir fertugu bráðkvaddir

Árlega verða tíu til fimmtán undir fertugu bráðkvaddir
Fréttir
Í gær

Zuistabræðurnir og pizzusalarnir sakaðir um stuld – „Vá þetta er svo í stíl við þessa svikahrappa“

Zuistabræðurnir og pizzusalarnir sakaðir um stuld – „Vá þetta er svo í stíl við þessa svikahrappa“
Fréttir
Í gær

Hringdi 130 sinnum í neyðarlínuna og hrækti svo á lögreglumenn

Hringdi 130 sinnum í neyðarlínuna og hrækti svo á lögreglumenn
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Fimm líkamsárásir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingar kláruðu Alsír í fyrri hálfleik

Íslendingar kláruðu Alsír í fyrri hálfleik
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan á Vestfjörðum sendir frá sér tilkynningu – Vegfarendur björguðu konu og ungu barni út úr bílflakinu

Lögreglan á Vestfjörðum sendir frá sér tilkynningu – Vegfarendur björguðu konu og ungu barni út úr bílflakinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Til í launalækkun fyrir Guðna forseta

Orðið á götunni: Til í launalækkun fyrir Guðna forseta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Starfskona í Ráðherrabústaðnum sakar Jón Baldvin um áreitni og skemmdarverk

Starfskona í Ráðherrabústaðnum sakar Jón Baldvin um áreitni og skemmdarverk