fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

30 daga í steininn fyrir skjalafals og brot á sóttvarnalögum

Heimir Hannesson
Mánudaginn 23. nóvember 2020 20:00

Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli mynd/Haraldur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi fyrir helgi tvo menn í 30 daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals og brot á sóttvarnalögum fyrir að hafa framvísað fölsuðum skilríkjum og að hafa ekki mætt í skyldubundna síðari skimun vegna Covid-19.

Mennirnir komu til landsins sunnudag 4. október og framvísaði við á Keflavíkurflugvelli slóvensku vegabréfi og ökuskírteini. Við nánari skoðun kom í ljós að mennirnir eru í rauninni frá Albaníu. Fyrir þetta voru þeir fyrir þetta brot dæmdir fyrir skjalafals.

Við komum mannanna til landsins, þann 26. september, völdu þeir að fara í sýnatöku í stað tveggja vikna sóttkvíar. Áttu mennirnir því reglum samkvæmt að dvelja í sóttkví í fjóra daga og mæta svo í seinni sýnatökuna. Í þá sýnatöku mættu þeir aldrei.

Mennirnir tveir játaðu brot sín skýlaust og höfðu ekki gerst brotlegur við lög áður. Í því ljósi dæmdi dómstóllinn þá í 30 daga fangelsi og til greiðslu 200.000 krónu sektar. Skulu mennirnir sæta 14 daga fangelsi ef sektin er ekki greidd innan fjögurra vikna. Þá skulu þeir greiða þóknun lögmanns síns og sakarkostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“