fbpx
Fimmtudagur 26.nóvember 2020
Fréttir

Mál Sjólaskipssystra aftur fyrir dóm – Panamaskjölin komu yfirvöldum á spor 550 milljóna undanskots

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 19. nóvember 2020 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Máli Héraðssaksóknara gegn Skjólaskipssystrunum svokölluðu, Ragnheiði og Berglindi Jónsdætrum, var í vikunni vísað heim í hérað til efnislegrar meðferðar af Landsrétti. Eins og DV sagði frá var öllum málum Héraðssaksóknara gegn systkinunum fjórum vísað frá dómi með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í júlí á þessu ári. Málin eru í raun þrjú, eitt gegn Ragnheiði, annað gegn Berglindi og það þriðja gegn bræðrunum Haraldi Reyni og Guðmundi Steinari. Landsréttur hefur nú fellt úr gildi frávísun héraðsdóms í málum systranna og vísað málinu aftur þangað til efnismeðferðar. Frávísun héraðsdóms í málinu gegn bræðrunum var einnig áfrýjað og telja má líklegt að það hljóti sömu örlög í Landsrétti.

Systurnar kröfðust þess að málinu yrði vísað burt á grundvelli banni við tvöfaldri meðferð mála. Héldu þær fram að með því að höfða málið gegn þeim fyrir dómi í kjölfar þess að skattyfirvöld tækju málið til meðferðar væru yfirvöld að reka sama málið tvisvar gegn þeim. Slíkt stangaðist á við Mannréttindasáttmála Evrópu. Á þennan málatilbúnað systkinanna féllst héraðsdómari. Landsréttur komst hins vegar að öndverðri niðurstöðu og segir að málin hafi verið látin niður falla hjá skattyfirvöldum og sé því málatilbúnaður Héraðssaksóknara gegn þeim ekki endurtekning sama máls.

Systurnar eru ákærðar fyrir að hafa staðið skil á efnislega röngum skattaskýrslum árin 2008 og 2009 fyrir árin 2007 og 2008. Samkvæmt ákæru Héraðssaksóknara vantaði þar inn á skýrslur systranna rúman hálfan milljarð, og eiga þær systur að hafa haft rúmar 50 milljónir upp úr krafsinu.

Nöfn systkinanna voru að finna í Panamaskjölunum svokölluðu, og mun rannsókn á málefnum systkinanna og viðskiptum þeirra erlendis, hafa hafist í kjölfar birtingar skjalanna.

Búast má við að málið verði því tekið til efnislegrar meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur á næstu vikum og munu systurnar að öllum líkindum þurfa að taka til varnar efnislega í málinu. Héraðssaksóknari krefst þess að systurnar verði gert að sæta refsingu og greiða sakarkostnað. Við brotunum sem þær eru ákærðar fyrir liggur allt að sex ára fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjö greindust í gær

Sjö greindust í gær
Fréttir
Í gær

Tólf konur myrtar á Íslandi og konum refsað eftir að hafa verið neyddar til að flytja fíkniefni

Tólf konur myrtar á Íslandi og konum refsað eftir að hafa verið neyddar til að flytja fíkniefni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristófer er 70% öryrki eftir slys og VÍS neitaði að borga – Klessti á með dagsgamalt bílpróf

Kristófer er 70% öryrki eftir slys og VÍS neitaði að borga – Klessti á með dagsgamalt bílpróf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sælufæði verkalýðsins í forgrunni í matreiðsluþættinum „Kjaft-fæði“

Sælufæði verkalýðsins í forgrunni í matreiðsluþættinum „Kjaft-fæði“