fbpx
Fimmtudagur 26.nóvember 2020
Fréttir

Lögreglu grunar íkveikju í Urðarbrunni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 18. nóvember 2020 17:28

Slökkviliðsbíll. Mynd: DV. Tengist frétt ekki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í viðtali við Fréttablaðið að lögregluna gruni íkveikju í eldsvoða í fjölbýlishúsi í Urðarbrunni í Úlfarsárdal í gærkvöld.

Eldur kviknaði í einni íbúð og gekk greiðlega að slökkva hann. Skemmdir á íbúðinni eru hins vegar miklar. Maður sem hefur búið þar er virkur keppandi í MMA bardagaíþróttinni. Hann  birti slagsmálamynd af sér á samfélagsmiðlum um helgina, myndbandið vakti mikla athygli og leiddi til þess að maðurinn var handtekinn á sunnudag. DV hefur árangurslaust reynt að ná tali af manninum í dag.

Íbúðin var mannlaus er eldurinn kviknaði. Sjónarvottur segir hlut hafa verið fleygt inn um glugga að íbúðinni. Grunur leikur á að um bensínsprengju hafi verið að ræða. Það getur lögregla ekki staðfest í samtali við Fréttablaðið enda þurfi aðkomu rannsóknarstofu í Háskóla Íslands til að skera úr um það, og slíkt taki tíma.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kolbrún lætur virka í athugasemdum heyra það – „Aumt er þeirra hlutskipti“

Kolbrún lætur virka í athugasemdum heyra það – „Aumt er þeirra hlutskipti“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Vilja meiri fyrirsjáanleika í sóttvarnaaðgerðum

Vilja meiri fyrirsjáanleika í sóttvarnaaðgerðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harkalegur árekstur í miðbænum

Harkalegur árekstur í miðbænum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristófer er 70% öryrki eftir slys og VÍS neitaði að borga – Klessti á með dagsgamalt bílpróf

Kristófer er 70% öryrki eftir slys og VÍS neitaði að borga – Klessti á með dagsgamalt bílpróf