fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Íslendingur handtekinn í Alicante, grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 27. október 2020 21:15

Frá Alicante. Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskur maður sem flýði réttvísina frá Danmerku hefur verið handtekinn í bænum Benissa í Alicante. Þetta kemur fram í spænska fjölmiðlinum El Confidencial.

Maðurinn er sagður eiga yfir höfði sér 12 ára fangelsi í Danmörku fyrir kynferðisbrot og alvarlega líkamsárás gegn dóttur sinni og vörslu barnakláms.

Dóttir mannsins er sögð hafa verið undir 12 ára aldri er brotin áttu sér stað.

Samkvæmt spænska miðlinum áttu brotin gegn barninu sér stað á árunum 2006 til 2010, bæði á Íslandi og í Danmörku. Maðurinn er sagður hafa beitt stúlkuna harkalegu líkamlegu ofbeldi til að berja niður mótspyrnu hennar.

Handtakan átti sér stað á heimili mannsins í Alicante, samkvæmt spænska miðlinum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsa yfir hungursneyð á Gaza

Lýsa yfir hungursneyð á Gaza
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða