fbpx
Sunnudagur 29.nóvember 2020
Fréttir

Ólíver brosir hringinn – hefur fengið skilaboð og símtöl frá öllum þeim sem hann dýrkar og dáir mest í lífinu

Erla Hlynsdóttir
Laugardaginn 24. október 2020 21:31

Ólíver ásamt systur sinni og mömmu. Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við Ólíver erum klökk og eiginlega orðlaus yfir viðbrögðunum, öllum einlægu og fallegu skilaboðunum frá ykkur, símtölunum, hlýjunni og stuðningnum,“ skrifar Sigríður Elín Ásmundsdóttir, mamma Ólívers sem var lagður í hrottalegt einelti í Sjálandskóla í Garðabæ.

„Ólíver brosir hringinn eftir að hafa fengið símtöl og skilaboð frá þeim sem hann dýrkar og dáir mest í lífinu,“ skrifar hún í nýrri færslu á Facebook.

Meðal þeirra sem hafa haft samband við fjölskylduna eru Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Jón Daði Böðvarsson landsliðsmaður í knattspyrnu, Aron Einar Gunnarsson fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, Björgvin Páll Gíslason markvörður landsliðsins í handbolta, Aron Pálmarsson landsliðsmaður í handbolta, Ævar vísindamaður og tónlistarmaðurinn Ingó Veðurguð.

Sigríður Elín sagði frá eineltinu í átakanlegum Facebook-pistli á föstudag sem fjallað var um í öllum helstu fjölmiðlum landsins.

Sjá einnig: Grimmilegt einelti í Sjálandsskóla – Mér líður svo illa í skólanum að mig langar að deyja. 

„Okkur sýnist þjóðin vera sammála okkur um að einelti má aldrei líðast og við eigum að hjálpast að, öll sem eitt, við að uppræta það. Við EIGUM að skipta okkur af þegar við verðum vitni að einelti, sýna stuðning, ást og umhyggju því einelti er dauðans alvara,“ segir Sigríður Elín.

Sjá einnig: Reynsla Ólívers af hryllilegu einelti vakti þjóðarathygli og fjölluðu allir helstu fjölmiðlar landsins um málið.

„Takk ALLIR! Það er magnað að upplifa þetta góða, fallega í lífinu eftir langavarandi niðurbrot,“ skrifar mamma Ólívers í áhrifaríkri færslu sem er hér meðfylgjandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Engin smit hjá starfsfólki í Kringlunni

Engin smit hjá starfsfólki í Kringlunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Héldu óvænt partý fyrir einstakling í sóttkví – Síðan greindist hann smitaður

Héldu óvænt partý fyrir einstakling í sóttkví – Síðan greindist hann smitaður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórólfur óttast að faraldurinn sé á uppleið aftur – Kemur til greina að fresta tilslökunum

Þórólfur óttast að faraldurinn sé á uppleið aftur – Kemur til greina að fresta tilslökunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

11 smit innanlands – Fjöldi manns í sóttkví fjölgaði mikið

11 smit innanlands – Fjöldi manns í sóttkví fjölgaði mikið