fbpx
Þriðjudagur 24.nóvember 2020
Fréttir

Kári hefur enn áhyggjur – „Ég þori ekki einu sinni að kalla þetta jákvæðar fréttir“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 22. október 2020 21:05

Skjáskot - Kári Stefánsson - Kveikur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fréttaskýringaþættinum Kveik, sem var á dagskrá RÚV í kvöld var fjallað ítarlega um áhrif heimsfaraldur kórónaveirunnar hér á landi. Fjallað var við almenna borgara sem hafa þurft að glíma við COVID-19 eða farið oft og mörgum sinnum í sóttkví. Þá var einnig rætt við sérfræðinga líkt og Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar og Jóhanna Jakobsdóttir, eins höfunda spálíkans Háskólans.

„Við brugðumst við þessu tiltölulega hægt. Við hefðum kannski átt að bregðast við þessu hraðar. Mér sýnist eins og þær ráðstafanir sem sóttvarnaryfirvöld hafa gripið til séu farin að hafa áhrif.“

Sagði Kári Stefánsson. Þegar að blaðamaður spurði hann út í „góðar fréttir“ seinustu daga sagði Kári:

„Ég þori ekki einu sinni að kalla þetta jákvæðar fréttir. Ég vil frekar kalla þetta vísbendingar um að góðar fréttir kunni að vara handan hornsins. Þannig að við þurfum að halda áfram næstu sex vikunnar, að vanda okkur gífurlega.“

Þá sagði Kári einnig skoðun sína á andlitsgrímum, en hann bar eina slíka í viðtalinu.

„Ég hef miklu meiri trú á grímunni heldur en félagi minn og fóstbróðir hann Þórólfur. Mér finnst að það ætti að vera grímuskylda í samfélaginu, alls staðar.“

„Stórslys“

„Það varð bara stórslys. Það er bara þannig. Við vorum bara með þannig aðstæður að það var hætta á að þetta myndi gerast,“

Sagði Jóhanna Jakobsdóttir.

„Ég held að það sé óhætt að segja það að það hefði verið betra að bregðast fyrr við eftir, hérna, slysið, ef við skulum kalla það það, á Irishman Pub,“

Að mati Jóhönnu værum við í allt annari stöðu myndu allir alltaf fylgja sóttvarnarreglum.

„Ef það væri þannig að allir fylgdu alltaf tveggja metra reglunni og myndu alltaf þvo sér um hendur og alltaf vera heima þegar þeir fyndu fyrir minnstu einkennum, þá værum við alveg í allt annarri stöðu,“

Þegar hún var spurð hvort að hægt væri að halda fótbolta leiki svaraði hún neitandi:

„Ég held ekki. Ekki 500 manns sko. Það verður að vera þannig að það verði tveir metrar á milli fólks. Ég held að það sé bara of mikil áhætta,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögreglan vísar fréttum af „gluggagæji“ á bug – Húsráðandinn hreytti fúkyrðum í lögreglu

Lögreglan vísar fréttum af „gluggagæji“ á bug – Húsráðandinn hreytti fúkyrðum í lögreglu
Fréttir
Í gær

Leggja til að netsala á áfengi verið bönnuð með öllu

Leggja til að netsala á áfengi verið bönnuð með öllu
Fréttir
Í gær

„Þessi bylgja sem við höfum verið að eiga við undanfarið er komin vel niður“

„Þessi bylgja sem við höfum verið að eiga við undanfarið er komin vel niður“
Fréttir
Í gær

Maður sem flytur inn flugelda sakaður um ítrekað ónæði – „Þú ert ófær um að taka tillit til bæði manna og málleysingja“

Maður sem flytur inn flugelda sakaður um ítrekað ónæði – „Þú ert ófær um að taka tillit til bæði manna og málleysingja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimm smit í gær

Fimm smit í gær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Sumum hefur verið sagt að það megi enginn vita“ – Nýtt starf hjá Kvennaathvarfinu tileinkað börnunum

„Sumum hefur verið sagt að það megi enginn vita“ – Nýtt starf hjá Kvennaathvarfinu tileinkað börnunum