fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Huginn vinnur meiðyrðamál öðru sinni – „Það er algjörlega klárt mál að þú ert ofbeldismaður“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 22. október 2020 13:54

Huginn Þór Grétarsson. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Huginn Þór Grétarsson, barnabókahöfundur og útgefandi, hefur öðru sinni á skömmum tíma unnið meiðyrðamál vegna ummæla sem fólk hefur látið um hann falla á internetinu. Í vor vann Huginn mál af þessu tagi gegn konu einni og í morgun var Elías Halldór Ágústssson sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir meiðyrði gegn Hugin. Ummælin lét Elías falla í ummælakerfum netmiðlanna Stundin.is og dv.is undir fréttum um forsjárdeilumál Hugins við finnska barnsmóður sína.

Ummælin sem Elías lét falla voru eftirfarandi:

„Huginn Thor Grétarsson, veistu, ég hef talað við margar konur sem hafa hitt þig og þær segja allar það sama, að þú sért augljóslega ofbeldismaður, því þú getir ekki séð konu án þess að sýna henni ógnandi tilburði.“

„… ég hef mínar upplýsingar frá fólki sem hefur enga ástæðu til að gera út sögur um hann. Það er ekki fólk sem er  í mínum femínistagrúppum, ekki einu sinni dóttir mín sem hefur verið þýðandi og túlkur fyrir finnska fyrrverandi eiginkonu; hún hefur ekki sagt orð um hann, nema að það kemur á hana viðbjóðsgretta þegar hún heyrir nafn hans nefnt. Ég hef mínar upplýsingar frá fólki sem hitti hann af tilviljun og þótti hann  minnisstæður einmitt fyrir þetta. Kannski myndirðu þekkja hann fyrir allt annan mann værir þú kona.“

„Huginn Thor Grétarsson, það eru engar dylgjur, það er algjörlega klárt mál að þú ert ofbeldismaður.“

Huginn byggði mál sitt meðal annas á því að Elías hefði sakað hann um refsiverða háttsemi án þess að leggja fram sannanir fyrir fullyrðingum sínum. Ummælin hefðu valdið honum skaða sem barnabókahöfundi og útgefanda enda væri gott orðspor afar brýnt í þeirri starfsgrein.

Elías byggði vörn sína meðal annars á því að ofbeldishugtakið hefði verið gjaldfellt og ásökun um ofbeldi táknaði ekki að umrædd háttsemi félli undir hegningarlög. Til dæmis hefðu skattar verið kallaðir ofbeldi í þjóðmálaumræðu á netinu. Elías telur ennfremur ummæli sín eðlileg í samhengi við þá fjölmiðlaumræðu sem þau birtust í, en það voru meðal annars fréttir þar sem ásakanir voru bornar á Hugin.

Dómurinn féllst ekki á rök Elíasar og taldi ekki hægt að skilja orð hans með öðrum hætti en að hann væri að fullyrða að Huginn hefði framið ofbeldi. Hefði Elías farið út fyrir þau mörk sem honum séu heimil í krafti tjáningarfrelsis.

Niðurstaða dómsins var að ómerkja öll ummæli Elíasar um Hugin sem birt eru hér að framan. Auk þess var Elías dæmdur til að greiða Hugin 250.000 krónur í miskabætur og 900.000 krónur í málskostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd