fbpx
Fimmtudagur 26.nóvember 2020
Fréttir

Nýtt björgunarskip Ísfirðinga skipti sköpum er bátur varð vélarvana í Ísafjarðardjúpi

Heimir Hannesson
Mánudaginn 19. október 2020 12:26

Gísli Jóns er til vinstri. mynd/Landsbjörg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgunarskip Landsbjargar á Ísafirði, Gísli Jóns, er kominn með skip sem varð vélarvana innarlega í Ísafjarðardjúpi fyrr í morgun í tog og stefnir á Ísafjarðarhöfn.

Skipið var með þrjá í áhöfn og varð vélarvana í morgun. Mun áhöfn hafa tekist að hægja á reki skipsins með því að kasta út akkeri þess. Tilkynning barst björgunaraðilum um hálf ellefu í morgun og var Gísli Jóns lagður af stað 10 mínútum síðar.

Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, kom Gísli að skipinu rétt fyrir tólf og eru lagðir af stað til hafnar. Aðstæður á vettvangi voru nokkuð góðar og engin hætta á ferðum. „Staðan er bara nokkuð góð og þeir eru að sigla með skipið í átt að Ísafirði,“ sagði Davíð. Ljóst er að skipið var nokkuð nálægt landi þegar Gísli kom á vettvang. „Jú, það var ekki langt í land þegar minnst var,“ segir Gísli, „þeir voru komnir óþægilega nálægt.“

Sigldi Gísli Jóns á hámarkshraða sínum inn djúpið, eða um 24 hnúta hraða. Það er um 44 km/klst. Það er hér um bil tvöfalt meiri hraði en björgunarskipið sem Gísli Jons leysti af getur náð. Aðspurður hvort þetta hafi skipt sköpum svarar Davíð játandi. „Það skipti vissulega sköpum. Þú sérð það að Gísli fer úr höfn 10:41 og er kominn á vettvang 11:44, og er því klukkutíma og fjórar mínútur á leiðinni. Hitt skipið hefði verið klukkutíma lengur. Nýja skipið skipti þannig sköpum.“

„Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að fyrirhugað er að endurnýja skipin hringinn í kringum landið með það fyrir augum að auka ganghraða þeirra og stytta þannig viðbragðstímann auk þess sem aðstaða áhafnar skipanna er bætt,“ segir Davíð jafnframt og bætir við að fjármögnun þessa skipa sé nú í vinnslu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Óánægja meðal íbúa Langholtshverfis vegna konu á götuhorni – „Þessi kona er algjört fífl“

Óánægja meðal íbúa Langholtshverfis vegna konu á götuhorni – „Þessi kona er algjört fífl“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Smit innan þríeykisins – Víðir með Covid-19

Smit innan þríeykisins – Víðir með Covid-19
Fréttir
Í gær

Sjö greindust í gær

Sjö greindust í gær
Fréttir
Í gær

Tólf konur myrtar á Íslandi og konum refsað eftir að hafa verið neyddar til að flytja fíkniefni

Tólf konur myrtar á Íslandi og konum refsað eftir að hafa verið neyddar til að flytja fíkniefni
Fréttir
Í gær

Starfsmaður Akureyrarbæjar sagður hafa neytt 11 ára dreng úr bol og buxum og slegið hann í andlit

Starfsmaður Akureyrarbæjar sagður hafa neytt 11 ára dreng úr bol og buxum og slegið hann í andlit
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja Guðmund hafa selt Jóni lagerinn á spottprís skömmu fyrir gjaldþrot – Kennitöluflakksmál óalgeng í kerfinu

Segja Guðmund hafa selt Jóni lagerinn á spottprís skömmu fyrir gjaldþrot – Kennitöluflakksmál óalgeng í kerfinu