fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Sigurþór er ákærður fyrir morð á móður sinni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 17. október 2020 15:00

Héraðsdómur Reykjaness

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalmeðferð í máli Sigurþórs Arnars Sigurþórssonar, sem ákærður er fyrir að hafa orðið móður sinni að bana og lagt til sambýlismanns hennar með hnífi, verður við Héraðsdóm Reykjaness þann 10. nóvember næstkomandi.

Atvikið átti sér stað aðfaranótt 6. apríl 2020 í Hafnarfirði. Sigurþór, sem er þrítugur að aldri,  er sagður hafa banað móður sinni með því að stinga hana tvisvar með hnífi í brjóstið og gekk hnífurinn inn í innri brjóstslagæðina, efra blað hægra lungans og í efri holæð, með þeim afleiðingum að konan lést vegna blóðmissis, að því er segir í ákæru héraðssaksóknara sem DV hefur undir höndum.

Sigurþór er einnig ákærður fyrir sérlega hættulega líkamsárás gegn sambýlismanni móður sinnar sem hann á að hafa lagt til með hnífnum þessa nótt. Er hann sagður hafa skorið manninn í andlitið og stungið hann í handlegg.

Fjölmargir ákæruliðir

Sigurþór er einnig ákærður fyrir mörg önnur brot, aðallega umferðarlagabrot og fíkniefnabrot. Athygli vekur meint brot frá því sumarið 2018, þar sem Sigurþór er sagður hafa ekið eftir gömlu Hringbraut á 146 km/klst. hraða þar sem hámarkshraði er 60. Hann hafi nokkru síðar eftir gegn akstursstefnu eftir Vesturlandsvegi þar sem hann hafi verið á 157 km/klst. hraða en leyfilegur hámarkshraði þar er 80. Síðar hafi hann hækkað hraðann upp í 178 en þá verið kominn í rétta akstursstefnu. Lögregla hafi stöðvað ofsaakstur hans með því að keyra á bílinn.

Tvær konur krefja Sigurþór um 4 milljónir króna hvor í miskabætur vegna hins meinta morðs á móður Sigurþórs, sem og  um útlagðan útfararkostnað vegna útfarar móðurinnar.

Þess er krafist að Sigurþór verði dæmdur til fangelsisrefsingar og til greiðslu alls málskostnaðar.

Lögregla var á heimilinu fimm tímum fyrir voðaverkið

Í fréttaflutningi af láti konunnar í vor kom fram að áður hefði verið tilkynnt um meinta ógnandi hegðun Sigurþórs og var lögregla kölluð að heimili móður hans vegna framferðis hans fimm tímum fyrir lát hennar. Yfirlögregluþjónn segir, að því er fram kemur í frétt Vísis, að ekki hafi verið lagaskilyrði til að fjarlægja Sigurþór af heimilinu.

Sigurþór er sagður eiga við geðrænan vanda og fíkniefnavanda að stríða. Hann hafði búið hjá móður sinni um tíma er harmleikurinn átti sér stað í vor.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi