fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Þórólfur bendir á ógnvekjandi afleiðingar of mikilla tilslakanna – „Allt að 200 gætu látist“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 12. október 2020 12:20

Mynd/Almannavarnir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

50 einstaklingar greindust í gær með COVID-19 sem er nokkuð fækkun frá dögunum þar á undan en heldur færri sýni voru tekin, svo þessum tölum ber að taka með fyrirvara samkvæmt Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnarlæknir á upplýsingafundi almannavarna rétt í þessu.

66% þeirra sem greindust voru í sóttkví sem samkvæmt Þórólfi er ánægjuleg þróun. Allir nema fimm þeirra sem greindust í gær eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu.

Þrír eru nú á gjörgæslu og þar af tveir í öndunarvél.

Harðari aðgerðir

Þórólfur segist hafa orðið var við umræðu um hörku í sóttvarnaraðgerðum og um ágæti þeirra. Skilur hann vel að slíkar umræður eigi sér stað en biður fólk þó að huga að nokkrum staðreyndum.

„Ef 10% þjóðarinnar myndu smitast myndum við sjá 36 þúsund manns smitast á fjögurra til sex vikna tímabili. Við myndum sjá frá 1200-2300 manns þurfa að leggjast inn á sjúkrahús. Við myndu sjá 110-600 manns þurfa að leggjast inn á gjörgæslu og við myndum sjá um 90-350 einstaklinga þurfa á öndunarvél að halda. Allt að 200 gætu látist ef við miðum við reynsluna hér innanlands til þessa.“ 

Segir hann að ef mikið verði slakað á aðgerðum þá sé ljóst að smitið geti orðið nokkuð meira en 10 prósent á skömmum tíma. Hjarðónæmi krefjist þess að 60 prósent þjóðarinnar smitist af COVID-19.

„Menn geta bara ímyndað sér ef við færum að sjá hér 60% þjóðarinnar smitast á tiltölulega stuttum tíma hvaða af leiðingar það myndi hafa í för mér sér“ 

Þórólfur segir að meirihluti þjóðarinnar sé að taka slaginn með almannavörnum. Til hinna sem ekki gera það vill hann beina eftirfarandi skilaboðum til:

„Það er mikilvægt að fá ykkur með í lið því það er algjörlega nauðsynlegt að við verðum að standa saman um þessar aðgerðir ef við ætlum að ná þeim árangri sem við ætlum að ná því samstaða er besta sóttvarnaraðgerðin“ 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Í gær

Margeir og Kitty til liðs við KAPP

Margeir og Kitty til liðs við KAPP
Fréttir
Í gær

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann
Fréttir
Í gær

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands