fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Sýslumaður auglýsir heimili Jóa Fel – Nauðungarsala í næstu viku

Ritstjórn DV
Laugardaginn 10. október 2020 14:45

Jói Fel að störfum. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ófarir Jóa Fel virðast engan endi ætla að taka. Nú virðist stefna í að Jói missi húsið sitt í Garðabæ en sýslumaður hefur auglýst 60% eignarhlut Jóa í húsinu til uppboðs í næstu viku. Fer nauðungarsalan fram í húsnæði sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í Kópavogi. Mannlíf greindi fyrst frá.

Í fyrrasumar varð Guðni Bakari gjaldþrota. Í samtali við blaðamann á þeim tíma sagði Jói að hann hafi átt helmingshlut í fyrirtækinu. Hlutinn keypti Jói árið 2017. Í lok síðasta mánaðar var Jói Fel, bakarískeðja Jóa úrskurðuð gjaldþrota að beiðni Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Sagði DV frá því þá að Jói ynni að því að kaupa til baka nauðsynlega hluti úr þrotabúinu til þess að halda rekstrinum áfram. Það tókst ekki, og fór svo að lokum að Bakarameistarinn, höfuðkeppinautur Jóa, keypti þrotabúið með öllu sem því tilheyrði.

Gerðarbeiðandi að nauðungarsölu húss Jóa Fel í Garðabæ er Landsbankinn. Um er að ræða 270 fermetra einbýlishús við Markarflöt. Fasteignamat hússins er hvorki meira né minna en 107 milljónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“
Fréttir
Í gær

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“