fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Sýslumaður auglýsir heimili Jóa Fel – Nauðungarsala í næstu viku

Ritstjórn DV
Laugardaginn 10. október 2020 14:45

Jói Fel að störfum. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ófarir Jóa Fel virðast engan endi ætla að taka. Nú virðist stefna í að Jói missi húsið sitt í Garðabæ en sýslumaður hefur auglýst 60% eignarhlut Jóa í húsinu til uppboðs í næstu viku. Fer nauðungarsalan fram í húsnæði sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í Kópavogi. Mannlíf greindi fyrst frá.

Í fyrrasumar varð Guðni Bakari gjaldþrota. Í samtali við blaðamann á þeim tíma sagði Jói að hann hafi átt helmingshlut í fyrirtækinu. Hlutinn keypti Jói árið 2017. Í lok síðasta mánaðar var Jói Fel, bakarískeðja Jóa úrskurðuð gjaldþrota að beiðni Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Sagði DV frá því þá að Jói ynni að því að kaupa til baka nauðsynlega hluti úr þrotabúinu til þess að halda rekstrinum áfram. Það tókst ekki, og fór svo að lokum að Bakarameistarinn, höfuðkeppinautur Jóa, keypti þrotabúið með öllu sem því tilheyrði.

Gerðarbeiðandi að nauðungarsölu húss Jóa Fel í Garðabæ er Landsbankinn. Um er að ræða 270 fermetra einbýlishús við Markarflöt. Fasteignamat hússins er hvorki meira né minna en 107 milljónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ferðamaður óttasleginn eftir að hafa fundið veggjalús á hóteli í Reykjavík – Hótelstjórinn neitaði

Ferðamaður óttasleginn eftir að hafa fundið veggjalús á hóteli í Reykjavík – Hótelstjórinn neitaði
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Styttist í að rannsókn Gufunessmálsins ljúki

Styttist í að rannsókn Gufunessmálsins ljúki
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“
Fréttir
Í gær

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni
Fréttir
Í gær

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi
Fréttir
Í gær

Hafnfirðingar og Garðbæingar búnir að fá nóg af mávi – „Við erum að bilast á þessu“

Hafnfirðingar og Garðbæingar búnir að fá nóg af mávi – „Við erum að bilast á þessu“