fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Hópuppsagnir hjá World Class – Bjössi segist hafa boðið sóttvarnarlækni í heimsókn

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 9. október 2020 14:33

Mynd: Fréttablaðið/GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leifsson, gjarnan kenndur við líkamsræktarstöðvar sínar World Class, var í viðtali í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Þar greindi hann frá því að hann hafi sagt upp 52 af 350 starfsmönnum í vikunni. Af þessum 350 sé um það bil helmingurinn verktakar, en þarátt fyrir það hafi hann þurft að segja upp ansi mörgum. Björn segir að ástæðan sé heimsfaraldur kórónaveiru, en hann hefur verið afar gagnrýninn á aðgerðir yfirvalda vegna veirunnar.

Hann segist fullviss um að stöðvarnar sínar gætu og ættu að vera opnar á meðan heimsfaraldurinn geisaði. Hann sagðist til að mynda hafa boðið sóttvarnarlækni í heimsókn í World Class til að skoða aðstöðuna.

„Seinasta sunnudag þá skrifaði ég sóttvarnarlækni bréf. Þar taldi ég upp allt það sem við getum gert, og bauð honum í heimsókn til að skoða aðstöðuna. Svarið var bara að það væru ekki veittar neinar undanþágur, og að hann sæi ekki ástæðu til að koma í heimsókn. Samt var helmingur af fyrirtækjum í landinu á undanþágu á þeim tíma.“

Hann telur að lokun líkamsræktarstöðva hafi slæm áhrif á andlega heilsu viðskiptavina og telur hana auka líkur á andlegum veikindum og sjálfsvígum.

„Þetta er stórt heilbrigðistarf sem við erum að stunda og fólk sem ekki fær að mæta á stöðvarnar okkar er þunglynt og sjálfsvíg og því um líkt eykst.“

Þá var Björn spurður út í áfengisneyslu á tímum heimsfaraldurs, en hann segist vilja loka ÁTVR og banna neyslu áfengis tímabundið.

„Ég vil loka ríkinu og banna áfengissölu tímabundið, bara á meðan að við reynum að ná tökum á þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife
Fréttir
Í gær

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu
Fréttir
Í gær

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða
Fréttir
Í gær

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvær mjög ungar konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Tvær mjög ungar konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot