fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Par sem hitti Guðmund Frey daginn örlagaríka segir að hann hafi verið viti sínu fjær vegna peningaskuldar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 18. janúar 2020 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er ekkert sem réttlætir svona verknað en við vitum að þetta var ekki ætlunarverk hans,“ segir Sandra Björk, íslensk kona sem býr í Torrevieja og segist vera vinkona Guðmundar Freys Magnússonar, sem grunaður er um að hafa orðið kærasta móður sinnar að bana um síðustu helgi. Kemur þetta fram í opinni Facebook-færslu Söndru Bjarkar.

Sandra Björk lýsir því hvernig Guðmundur Freyr hafi verið viti sínu fjær vegna peningaskuldar þennan dag og óttaðist hann að honum yrði komið fyrir kattarnef. Hafi eiginmaður Söndru Björk lánað honum peninga þennan dag og hann við það orðið rórri. Þó fór það svo að um nóttina varð Guðmundur Freyr kærasta móður sinnar að bana og lagði til hennar með hnífi, að virðist hamstola af skelfingu og fíkniefnaneyslu.

Móðir Guðmundar Freys sagði í stuttu viðtali við DV í vikunni að Guðmundur Freyr hafi verið viti sínu fjær af fíkniefnaáhrifum er hann ruddist inn í íbúð hennar og kærasta hennar. Hafi hann í örvæntingu verið að leita sér að verðmætum:

„Hann var bara að reyna að ná sér í eiturlyf. Hann var stútfullur af allskonar eitri sem gerði hann brjálaðan,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir, móðir Guðmundar Freys, og enn fremur:

„Hann var búinn að fara í garða allt í kring og þar voru hundar sem vöktu eigendurna og þegar lögregla og sjúkrabíll voru komin með blikkandi ljósin þá kom það fólk til að sjá mynd af honum sem ég hafði fært lögreglu. Allir staðfestu að þetta væri sami maður. Þannig að það var bara hending hvar hann gæti brotist inn.“

Sandra Björk segir í sinni færslu að þau hjónin hafi verið með Guðmundi Frey daginn fyrir árásina sem hann framdi um nóttina. Sagði Guðmundur Freyr fólkinu að mjög slæmt fólk væri á eftir honum sem hann skuldaði peninga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum