fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Íslendingar vilja Grím en óttast spillingu – „Held ég dytti dauð niður ef þessi heiðursmaður fengi embættið“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 15. janúar 2020 13:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Birgisson, sem margir Grindvíkingar þekkja fyrir að liggja ekki á skoðun sinni, deildi seint í gærkvöldi mynd á Facebook sem hefur vakið gríðarlega mikla athygli. Á myndinni má sjá Grím Grímsson, fyrrverandi yfirmann miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og tengslafulltrúa Íslands hjá Europol. „Næsti ríkislögreglustjóri?“ stendur í stórum stöfum fyrir ofan Grím.

Björn fullyrðir að stuðningur sé meðal almennings við Grím Grímsson. Hann segir stuðninginn vera svo mikinn að ef kosið yrði um málið þá myndi Grímur vinna algjöran yfirburðasigur. „Það er löngu kominn tími til að spilltir stjórnmálamenn hætti að ráðskast með embætti sem þetta“ segir Björn og hvetur fólk til að deila þessu sem víðast.

Hvatning Björns hefur heldur betur virkað því þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 1.300 manns deilt færslunni hans. „Held ég dytti dauð niður ef þessi heiðursmaður fengi embættið. Í þessum grút sem hér ríkir er það fjarlægur draumur,“ segir kona nokkur í athugasemd við færsluna en margir hafa áhyggjur af því að valið á ríkislögreglustjóra fari eftir öðru en hæfni. Sigurjón Magnús Egilsson, ritstjóri Miðjunnar, er einn þeirra sem er á því máli. „Flokksaðildin vegur þyngst og mest,“ segir Sigurjón í athugasemd við færslu Björns.

Þess má geta að meðal þeirra sem hafa sótt um stöðuna eru Halla Bergþóra Björnsdóttir, Logi Kjartansson, Kristín Jóhannesdóttir, Páll Winkel og Sigríður Björk Guðjónsdóttir.

En það er ekki bara færsla Björns sem sýnir að almenningsálitið á Grími sé gott. Í könnun sem Stundin er nú með í gangi má sjá að Grímur hefur mikla yfirburði yfir aðra umsækjendur þegar kemur að almenningsáliti. Þegar þetta er skrifað hafa tæplega 3.000 manns svarað könnun Stundarinnar en 75% þeirra sem kusu hafa valið Grím.

Skjáskot af vef Stundarinnar

Haraldur Johannessen hætti sem ríkislögreglustjóri í fyrra. Það gerði hann eftir að átta af níu lögreglustjórum höfðu lýst yfir vantrausti á hann. Haraldur fékk ansi góðan (og umdeildan) starfslokasamning en hann fær 57 milljónir króna með starfslokasamningnum. Það er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sem mun sjá um að skipa í stöðuna.

Hvað segja lesendur? Ætti Grímur Grímsson að verða næsti ríkislögreglustjóri?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi