fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Ók á umferðaskilti og sat fastur í snjóskafl þegar lögregla kom að

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 12. janúar 2020 09:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði nóg að gera í nótt. Í dagbók lögreglu kemur fram að 9 aðilar fengu að dúsa í fangageymslu frá half tíu til fimm í nótt.

Af þeim málum er greinir frá í dagbók lögreglu voru flest mál tengd afskiptum lögreglu af einstaklingum grunuðum um akstur undir áhrifum.

Einn aðili, er grunaður er um akstur undir áhrifum, hafði ekið á umferðaskilti og sat fastur í snjóskafli er lögreglu bar að garði.

Annar grunaður um akstur undir áhrifum var fyrst handtekinn um 01:00 í nótt, en var svo slept að lokinni sýnatöku. Skömmu síðar var hann aftur handtekinn á skemmtistað í miðbænum og er grunaður um að hafa þar ógnað fólki með hní. Þá fékk hann að sofa af sér í fangaklefa.

Þrír voru handteknir í Hafnarfirði í tengslum við líkamsárás.. Árásin var ekki alvarleg en fengu meintir gerendur þó að eyða nótinni í fangaklefa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“