fbpx
Fimmtudagur 15.apríl 2021
Fréttir

Guðmundur Elís braut gegn fleiri konum – Óhugnanlegar lýsingar í Kastljósi og langur afbrotaferill

Heimir Hannesson
Föstudaginn 11. september 2020 11:39

Guðmundur Elís Briem Sigurvinsson Mynd til vinstri: Facebook - Mynd til hægri: Skjáskot úr fréttum Stöðvar 2

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærkvöldi birti Kastljós viðtal við unga konu, Kamillu Ívarsdóttur, þar sem hún sagði átakanlega sögu af grófu ofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu fyrrverandi kærasta síns. Maðurinn sem um ræðir er Guðmundur Elís Sigurvinsson, 21 árs gamall. Guðmundur var í mars á þessu ári dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir gróf ofbeldisbrot gegn konunni.

Sjá nánar: „Hann hélt hníf upp við hálsinn á mér“ og sagðist ætla að „Drepa fjölskylduna mína og mig“

Maðurinn er sagður hafa brotið gegn nálgunarbanni með því að hafa samband við konuna 122 sinnum á meðan hann sat í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði. Enn fremur sendi hann konunni bréfsendingar í gegnum gesti sína í fangelsinu.

Óhugnanleg tímalína

Í dóminum frá því í mars eru fjögur ofbeldisbrot mannsins tiltekin gegn konunni sem og annarri fyrrverandi kærustu sem jafnframt er barnsmóðir Guðmundar, og hann sakfelldur fyrir þau öll.

24. júlí ætlaði maðurinn í bíó með fyrrverandi kærustu sinni og barnsmóður. Eftir að hafa keypt miða krafðist Guðmundur þess að sjá síma konunnar. Þegar hann sá að hún væri á Tinder dró hann konuna með sér í bíl þeirra og ók af stað. Í bílferðinni fletti maðurinn í gegnum Tinder skilaboð konunnar og lamdi hana á meðan hann ók bílnum í átt að Heiðmörk. Í Heiðmörk hélt ofbeldið áfram. Hann hótaði að skilja konuna þar eftir, veittist að henni og eyðilagði símann hennar.

8. september sló Guðmundur konuna í andlitið svo hún hlaut áverka af.

13. október sendi maðurinn barnsmóður sinni hótanir í gegnum samskiptaforritið Snapchat. Þar sagði hann m.a. „Ég lem þig í stöppu,“ og „Ég tek þig og kem [sic] þig í klessu og nauðga þér þegar ég kem.“

19. október veittist maðurinn að konunni, veitti henni ítrekuð högg og spörk sem, að því er kemur fram í dómnum, beindust að höfði og búk hennar. Auk þess reif maðurinn í hár hennar, tók hana hálstaki og þrengdi að öndunarvegi sem var til þess fallið að setja hana í lífshættu. Hlaut konan marga hættulega áverka af árásinni.

Rannsakað sem tilraun til manndráps í fyrstu

Þann sama dag, 19. október var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 25. október á grundvelli rannsóknarhagsmuna, og sagði Vísir frá því að málið hafi þá verið rannsakað sem tilraun til manndráps. Lögregla sóttist eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi þann 25. október, en héraðsdómur hafnaði þeirri kröfu. Ekki kemur fram í dómnum hvernig maðurinn var aftur úrskurðaður í gæsluvarðhaldi, en ljóst er að maðurinn sat í gæsluvarðhaldi fram að úrskurði dómsins.

23. október var Guðmundi gert að sæta nálgunarbanni í sex mánuði gagnvart konunni. Var þar lagt bann við að hann hefði samband við hana, væri í námunda við heimili hennar eða dvalarstað, eða á svæði sem afmarkast af 50 metra radíus umhverfis umrædda staði. Enn fremur mátti brotaþoli ekki veita brotaþola eftirför eða nálgast hana á almannafæri.

Sleppt eftir dómsuppkvaðningu eftir 5 mánuði í gæsluvarðhaldi.

Manninum var, sem fyrr segir, sleppt úr haldi eftir að dómur féll og kom gæsluvarðhaldsseta hans, u.þ.b. fimm mánuðir til frádráttar refsingu hans. Hann hefur ekki verið boðaður í afplánun. Í lögum um fullnustu refsinga kemur fram að heimilt sé að veita föngum reynslulausn eftir að hafa afplánað aðeins þriðjung dómsins hafi „hegðun fangans verið með ágætum og hann þegið viðeigandi meðferð í afplánun og tekist á við vímuefnavanda sinn, hafi hann verið til staðar.“

Í reglum Fangelsismálastofnunar segir enn fremur að viðtakanda símtala úr fangelsum landsins er heimilt að óska eftir því að lokað sé á símtöl úr símakerfi fangelsisins í viss símanúmer. Rétthafi símanúmers getur óskað eftir því og samkvæmt heimildum DV er nokkuð algengt að það gerist.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fagradalsfjall Now Erupts From 8 Craters – Hair-raising Footage Shows Spectators at Edge of Lava Flow

Fagradalsfjall Now Erupts From 8 Craters – Hair-raising Footage Shows Spectators at Edge of Lava Flow
Fréttir
Í gær

Nýju gígarnir gjörbreyta ásýnd gossvæðisins – Sjáðu myndband af sjónarspilinu í gærkvöldi

Nýju gígarnir gjörbreyta ásýnd gossvæðisins – Sjáðu myndband af sjónarspilinu í gærkvöldi
Fréttir
Í gær

Puttasendingar á Miklubraut enduðu í blóðugum slagsmálum í Ármúla – Réðst á manninn með „geðveikisglampa“ í augum

Puttasendingar á Miklubraut enduðu í blóðugum slagsmálum í Ármúla – Réðst á manninn með „geðveikisglampa“ í augum
Fréttir
Í gær

Segir lögregluna á Akranesi brjóta lög um persónuupplýsingar

Segir lögregluna á Akranesi brjóta lög um persónuupplýsingar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrír greindust utan sóttkvíar í gær – Nýjar tillögur Þórólfs ræddar í ríkisstjórn

Þrír greindust utan sóttkvíar í gær – Nýjar tillögur Þórólfs ræddar í ríkisstjórn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýjar vendingar á gosstöðvum – „Tveir eða jafnvel þrír“ nýir gígar opnuðust í morgun

Nýjar vendingar á gosstöðvum – „Tveir eða jafnvel þrír“ nýir gígar opnuðust í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk ekki styrk frá Kvikmyndasjóði Íslands og gekk of langt – „Þá geta þau bara átt sig“

Fékk ekki styrk frá Kvikmyndasjóði Íslands og gekk of langt – „Þá geta þau bara átt sig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona litu skórnir hennar Sólveigar út eftir nóttina – „Veit ekki hvernig nóttin var hjá ykkur“

Svona litu skórnir hennar Sólveigar út eftir nóttina – „Veit ekki hvernig nóttin var hjá ykkur“