fbpx
Laugardagur 16.október 2021
Fréttir

„Hann hélt hníf upp við hálsinn á mér“ og sagðist ætla að „drepa fjölskylduna mína og mig“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 10. september 2020 20:25

Skjáskot úr Kastljósi - Kamilla Ívarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kamilla Ívarsdóttir lá stórslösuð á Barnaspítala Hringsins í þrjár vikur. Nú hefur Kamilla kært fyrrverandi kærasta sinn fyrir grófa líkamsárás. Maðurinn hefur hlotið dóm fyrir árásir sínar gagnvart Kamillu og síðan aftur verið kærður, fyrir frekari árásir. Þá rannsakar lögreglan einnig meinta árás mannsins gagnvart móður sinni. Þetta kemur fram á RÚV. Kamilla var ásamt móður sinni í viðtali í Kastljósi í kvöld.

„Ég var þríbrotinn í andlitinu og hausinn á mér var tíu sinnum stærri. Eini staðurinn sem ég var ekki með áverka á var vinstri eða hægri rasskinn.“

Ofbeldi mannsins gegn Kamillu hófst er Kamilla var undir lögaldri. Þau virðast ekki hafa verið lengi í sambandi þegar að hann hóf að beita Kamillu ofbeldi. Þau hafi svo hætt saman, en hann haldið áfram að setja sig í samband við hana. Í kjölfar þess að þau tóku upp þráðinn að nýju hélt ofbeldið áfram og versnaði.

Móðir Kamillu segir að vinkonur dóttur hennar og móðir ofbeldismannsins hafi látið hana vita af ofbeldinu. Hún segist hafa látið lögreglu vita en ekki viljað fara með málið lengra þar sem að það var í vanvild dótturinnar, nokkrum vikum seinna hafi hún þó ákveðið að láta vita vegna þess að hún óttaðist að maðurinn myndi drepa Kamillu.

Þá segir móðir Kamillu einnig frá því hvað hún hafi eitt sinn sagt við vinkonu Kamillu, sama kvöld og að maðurinn réðst á hana.

„Ég segi við þessa stelpu „ekki keyra hana ekki til hans“, vegna þess að hann drepur hana. Tíu tímum seinna hringir lögreglan í mig og tilkynnir mér að dóttir mín sé slösuð á spítalanum“

Fram kemur að á meðan að maðurinn hafi verið í fangelsi hafi hann hringt í hana 122 sinnum úr fangelsissímanum, og brotið þannig nálgunarbann. Maðurinn var þá í fangelsi fyrir líkamsárás gegn Kamillu. Þegar hann losnaði fór hann svo aftur til hennar. Í viðtalinu lýsti Kamilla ofbeldinu sem maðurinn beitti hana:

Hann tekur mig upp yfir axlirnar á sér og hendir mér í gólfið, þannig ég skalla gólfið og missti meðvitund í smá stund því ég skall svo fast á gólfið. Síðan nær hann mér þannig, ég sný mér svona við og er í að skríða upp í rúmið. Og tekur mig kyrkingartaki þar. Og ég var ekki einu sinni að berjast á móti honum því ég var bara: Ókei, þetta er bara búið sko. Og svo hélt hann hníf upp við hálsinn á mér og lýsti því fyrir mér hvað hann myndi gera ef ég myndi fara frá honum.

Þá er Kamilla spurð hvað fælist í hótununum. Hún segir: „Drepa fjölskylduna mína og mig,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórólfur vill Covid takmarkanir áfram því hann veit ekki hvernig haustflensan verður – Kári vill allar takmarkanir burt

Þórólfur vill Covid takmarkanir áfram því hann veit ekki hvernig haustflensan verður – Kári vill allar takmarkanir burt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskylda í Grafarvoginum getur ekki sofið vegna hávaða frá Eimskip – „Hefur verið truflandi síðustu tvö árin“

Fjölskylda í Grafarvoginum getur ekki sofið vegna hávaða frá Eimskip – „Hefur verið truflandi síðustu tvö árin“