fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Minnkandi framboð af sterkum fíkniefnum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 28. ágúst 2020 08:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fyrri helmingi ársins lagði lögreglan hald á mun meira af amfetamíni en á sama tíma 2019 og 2018. Sérstaklega mikil aukning hefur orðið á magni amfetamínvökva sem lögreglan hefur lagt hald á. Hins vegar var lagt hald á mun minna magn af kókaíni á fyrri helmingi ársins en á sama tíma 2019 og 2018.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Margeiri Sveinssyni, yfirlögregluþjóni hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að framboð á sterkum fíkniefnum, sérstaklega á kókaíni og amfetamíni, hafi farið minnkandi frá því að heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á.

„Í upphafi virtist nóg vera til en það er önnur staða nú,“

er haft eftir Margeiri.

Samkvæmt bráðabirgðatölum frá ríkislögreglustjóra var lagt hald á 20,5 kíló af amfetamíni á fyrri helmingi ársins en 2019 var magnið 13,8 kíló og 2018 var það 2,7 kíló. Í heildina var lagt hald á 54 kíló á síðasta ári.

Það er þekkt að aukið framboð á fíkniefnum getur leitt til þess að þau séu seld í meiri styrkleika en annars.

„Við höfum engin sérstök dæmi um að styrkleiki sé að minnka en það má ætla það hins vegar að þegar efnin eru af skornum skammti þá fari menn að þynna þau út samkvæmt reynslunni, en það er ekki þar með sagt að það sé þannig núna,“

er haft eftir Margeiri.

Hvað varðar kannabisefni hefur ekki orðið vart við skort á þeim en talið er að öll framleiðsla þeirra fari fram hér á landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Í gær

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“