fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

„Hættulegasta konan í London” þóttist vera Íslendingur – Gerði líf manns að lifandi helvíti

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 23. ágúst 2020 20:15

Farah Damji

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Farah Damji, sem er einnig þekkt sem Farah Dan, hefur oft og mörgum sinnum komist í kast við lögin frá tíunda áratug síðustu aldar. Hún á afbrotaferil að baki í Bretlandi, Bandaríkjunum og Suður-Afríku. Þá hefur hún verið titluð sem „hættulegasta konan í London“.

Handtekin mánuðum eftir að hafa hlotið dóm

Í febrúar síðastliðnum var Damji dæmd fyrir að brjóta nálgunarbann gagnvart lögregluþjóni. Dómurinn var kveðinn upp í London, en hún var ekki viðstödd, þar sem hún hafði flúið til Írlands. Damji á að hafa áreitt lögregluþjón með því að nafngreina hann, sem hún mátti ekki, auk þess sem hún sagði að hann hefði hrætt og ofsótt móður hennar.

Þar sem hún var ekki viðstödd dóminn var handtökuskipun sem gildir um alla Evrópu gefin út á hana. Fyrir tveimur mánuðum bárust lögreglunni í Írlandi upplýsingar um að hún væri í Dublin, þá hófst rannsókn sem endaði með handtöku síðastliðinn mánudag.

Með skilríki um að hún væri Íslendingur

Þegar hún var handtekin fundust fölsuð skilríki sem Damji á að hafa notað til að þykjast vera Íslendingur. Auk þess var hún með kreditkort sem gaf líkt og skilríkin til kynna að hún væri íslensk.

Sama dag og Damji var handtekin fyrirskipaði dómari í Dublin að hún skyldi dvelja í kvennafangelsi. Þá var lögregluyfirvöldum í Bretlandi gert viðvart um handtöku hennar.

Rænt vegna valda fjölskyldunnar

Farah Damji er fædd í Úganda og er dóttir auðkýfingsins Amir Damji. Föðursystir hennar er virt fjölmiðlakona í Bretlandi, Yasmin Alibhai-Brown. Yasmin og Farah hafa eldað grátt silfur seinustu ár.

Í viðtali við London Evening Standard árið 2009 ræddi Damji um ævisögu sína, Try Me, sem kom út sama ár. Í bók sinni fjallar hún um það hvernig henni var rænt í barnæsku, af mönnum sem vildu ógna valdamikilli fjölskyldu hennar, sem var gagnrýnin á Idi Amin, einræðisherra Úganda.

Þá á Damji einnig að hafa fjallað um fyrstu brotin sem hún fékk dóm fyrir, en þau áttu sér stað á tíunda áratugnum. Þar á hún að hafa bætt nokkrum núllum við upphæðir á ávísunum fyrir listagallerí sitt í New York. Sambærileg brott á Damji að hafa framið í Bretlandi og Suður-Afríku. Í bókinni nafngreinir hún einnig „mikilvæga“ og gifta fjölmiðlamenn í Bretlandi sem hún segist hafa sofið hjá.

Gerði líf manns að lifandi helvíti

Í viðtalinu við Evening Standard sagðist Damji vera komin á beinu brautina og til að mynda hætt að nota fíkniefni. Nokkrum árum síðar virðist það þó hafa breyst, en líkt og áður segir hefur hún hlotið dóma á síðari árum.

Þá hafa fjölmiðlar í Bretlandi fjallað um glæp Damji frá árinu 2016, en hún var dæmd í fangelsi fyrir að ofsækja kirkjuvörð. Hún hafði kynnist manninum í gegnum stefnumótaforrit og „gert líf hans að helvíti“, segir í frétt Daily Mail.

Maðurinn á að hafa neitað henni um kynlíf og hafi hún þá herjað á hann með ofsóknum í formi smáskilaboða og hljóðupptaka.

Segist berjast fyrir réttlæti og selur eigin listaverk

Á heimasíðu Farah Damji segist hún hafa helgað líf sitt baráttu fyrir umbótum í fangelsismálum og kvenréttindum. Á síðunni er einnig að finna listaverk eftir hana, sem eru til sölu á hundruð til þúsunda punda. 

Þessi grein birtit fyrst í tölublaði DV þann 21. ágúst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus