fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Fjölmenn leit að Ílónu Steinunni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 22. júlí 2020 06:45

Ílóna Steinunn. Mynd:Lögreglan Norðurlandi eystra/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsir eftir Ílónu Steinunni Körting Kristinsdóttur, 30 ára, sem býr á Akureyri. Hún er um 170 sm á hæð, í meðallagi vaxin, með dökkt axlarsítt hár og með húðflúr á aftanverðum hálsi við hægra eyrað. Hún er líklega klædd í dökkan fatnað, dökkan jakka, gráar buxur, með ljósa prjónahúfu og svarta skó með hvítum botni.

Fjölmennt lið leitar að henni en björgunarsveitir allt frá Siglufirði austur til Húsavíkur voru kallaðar út til leitar í gærkvöldi og hófst leit um miðnætti. RÚV skýrir frá þessu.

Lögreglan segir líklegt að Ílóna hafi verið á leið frá Akureyri til Húsavíkur í gærkvöldi. Lögreglan biður fólk, sérstaklega þá sem voru á þessari leið á milli klukkan 19.20 og 21.00 í gærkvöldi og hittu Ílónu mögulega að hafa strax samband við lögregluna í síma 112.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga