fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Sigurður Ingi hvetur sveitarfélögin til að lækka álagningarprósentu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. júní 2020 08:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur sent sveitarfélögunum bréf þar sem hann hvetur þau til að lækka álagningarprósentu til að koma til móts við hækkun fasteignamats.  Er aðallega horft til atvinnuhúsnæðis í þessu sambandi.

Fréttablaðið skýrir frá þessu.

„Ljóst er að tekjur sveitarfélaga af fasteignaskatti hafa hækkað verulega á umliðnum árum og því mikilvægt að halda aftur af frekari hækkunum á tímum sem þessum.“

Segir í bréfinu að sögn Fréttablaðsins.

Samkvæmt nýju fasteignamati Þjóðskrár hækkar fasteignamatið um 1,85% en það þýðir að álögur hækka um 952 milljónir. Fasteignaskattur hefur hækkað um 1,64% en það skilar 471 milljón.

Nýlega var skýrt frá því að fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði hefðu aldrei verið eins há og nú en fyrirtæki landsins greiða 28 milljarða í fasteignagjöld á þessu ári. Samtök iðnaðarins segja þetta vera rúmlega 1% af landsframleiðslu en fyrir fimm árum var hlutfallið 0,7%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt