Fréttablaðið skýrir frá þessu.
„Ljóst er að tekjur sveitarfélaga af fasteignaskatti hafa hækkað verulega á umliðnum árum og því mikilvægt að halda aftur af frekari hækkunum á tímum sem þessum.“
Segir í bréfinu að sögn Fréttablaðsins.
Samkvæmt nýju fasteignamati Þjóðskrár hækkar fasteignamatið um 1,85% en það þýðir að álögur hækka um 952 milljónir. Fasteignaskattur hefur hækkað um 1,64% en það skilar 471 milljón.
Nýlega var skýrt frá því að fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði hefðu aldrei verið eins há og nú en fyrirtæki landsins greiða 28 milljarða í fasteignagjöld á þessu ári. Samtök iðnaðarins segja þetta vera rúmlega 1% af landsframleiðslu en fyrir fimm árum var hlutfallið 0,7%.