fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Þorvaldur Daníelsson er Reykvíkingur ársins

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 20. júní 2020 12:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorvaldur Daníelsson, nærri fimmtugur Breiðhyltingur og betur þekktur sem Valdi í Hjólakrafti, er Reykvíkingur ársins 2020, samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Þar segir einnig um Þorvald:

Valdi var framkvæmdastjóri  hjá Krafti – stuðningsfélagi fyrir ungt fólks með krabbamein 2012 þegar honum datt í hug að stofna vísinn að Hjólakrafti, þá fyrir krakka sem voru í Heilsuskólanum á LSH.  Í dag er snertir Hjólakraftur líf um 500 einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Sjálfur var hann ekki með krabbamein en hann missti eiginkonu sína úr krabbameini. „Lífið heldur áfram,“ segir hann. „Það bara fór svona, því miður.“

Hjólin byrjuðu að rúlla þegar hann kom á þessu samstarfi við Heilsuskólann en þar voru ungir krakkar sem voru að glíma við lífsstílssjúkdóma. Í dag er Hjólakraftur hins vegar fyrir ungt fólk. Margir halda að þetta sé aðeins fyrir þá sem glíma við einhvern vanda, en allir eru velkomnir og allir eru hvattir til að byrja að hjóla úti.

„Hjólakraftur varð til þegar ég fékk hugmynd að því að fara af stað með forvarnarverkefni í samvinnu við Heilsuskóla Landspítalans en þar voru krakkar sem höfðu fæstir verið mikið að hreyfa sig.  Þetta voru fyrstu krakkarnir sem ég náði út að hjóla. Ég sagði við þau fyrstu eftir að þau höfðu tekið þátt í námskeiði hjá mér að ef þau yrðu dugleg að æfa sig um veturinn myndum við taka þátt í Wow Cyclothon um sumarið. Ég hafði samband við Skúla Mogensen og hann var til í að gefa þessu tækifæri þótt þau væru of ung fyrir keppnina. Þetta tókst mjög vel og krakkarnir stóðu við sitt og hjóluðu hringinn. Við fengum umfjöllun í fjölmiðlum um þetta og vorum varla lögð af stað þegar síminn byrjaði að hringja. Ég var spurður að því hvort þetta gæti ekki hentað ungu fólki með ADHD og krökkum í alls konar vanda. Ég svaraði því til að Hjólakraftur væri bara fyrir alla. Hjólin hafa bara ekki hætt að snúast síðan.“

 Valdi er með samninga við ýmsa grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu en til hans koma einnig ungmenni úr framhaldsskólum eins og Fjölbraut í Breiðholti og Menntaskólanum í Kópavogi. Hann rekur nú höfuðstöðvar Hjólakrafts í húsnæði sem borgin leigði ódýrt út til ýmissa samtaka og einstaklinga í verslunarkjarna í Arnarbakka og er nýbúinn að standsetja annað húsnæði í Völvufelli í Efra-Breiðholti. Þar er m.a. klifurveggur og fleira skemmtilegt. „Starfsemin snýst einfaldlega um að ná ungu fólki úr vanvirkni í virkni,“ segir hann. 

 Valdi er með BA gráðu í stjórnmálafræði og árið 2015 lauk hann  MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík.. Hann hefur m.a. unnið sem framkvæmdastjóri fyrirtækja. „Þegar ég var tvítugur og eftir það snerist lífið bara um að vinna og vinna og koma sér fyrir í lífinu. En líkaminn var að grotna niður. Þannig að ég byrjaði að hjóla. Hjólreiðar eru frábært fjölskyldusport og góð hreyfing til að koma sér í form. Það geta allir hjólað sem hafa lært það einu sinni. Maður getur ef til vill ekki spilað fótbolta við börnin en það geta allir sem geta setið á reiðhjóli hjólað saman. Ég hef farið með krakka í Cyclothonið sex sinnum og það gerir ótrúlega mikið fyrir þau að taka þátt í þessu og klára það. Áherslan hjá okkur er að allir geti verið með. Það hafa allir gott af því að vera úti, reyna á sig og eignast nýja vini í gegnum hjólreiðarnar eða annað útivistarsport. Stærsti sigurinn felst svo í því að sigra sjálfan sig“

 Áhugasamir um Hjólakraft geta skoðað heimasíðu félagsins hjolakraftur.com og eins fylgst með á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“