Miðað við mannaflagreiningu frá 2007 ættu lögreglumenn í dag að vera að minnsta kosti 900 talsins en þeir eru rúmlega 660, segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna í þættinum 21, sem er á dagskrá Hringbrautar í kvöld.
Rúmlega 660 menntaðir lögreglumenn eru starfandi í landinu og um allt land eru auk þess tugir lögregluþjónar án lögreglumenntunar. Að sögn Snorra er þó nægt framboð af menntuðu lögreglufólki og aðsókn í námið mikil, hins vegar með með ómenntuðum lögregumönnum í afleysingum sé hægt að halda launakostnaði niðri. Fjármagn til lögreglunnar sé svo naumt skorið að það dugi ekki fyrir rekstrinum.
„Það er fullt af afleysingamönnum í lögreglunni og þeir skipta tugum um allt land og hafa gert í áratugaraðir“.
Fáir lögreglumenn miðað við þróun samfélagsins er mat Snorra og hanna telur að þetta bitni á öryggi borgaranna í landinu. En um hvort ekki sé heppilegra að hafa allar lögreglumenn landsins menntaða svarar Snorri: „Jú, það segir sig alveg sjálft. Við höfum barist fyrir því í áratugaraðir að einungis fullmenntaðir lögregumenn sinni löggæslu á Íslandi.“
Afleysingamennirnir fá svonefnd nýliðanámskeið, það er stutt námskeið í menntasterum lögreunnar eða úti í liðum þar sem kennd eru helstu handtök með búnað.