fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fréttir

Samkomuhámark 500 manns og erlend vottorð ekki tekin gild

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 10. júní 2020 14:25

Frá fundinum í Ráðherrabústaðnum. Mynd: Fréttablaðið/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkomuhámark fer úr 200 upp í 500 frá og með 15. júní og erlend heilbrigðisvottorð verða ekki tekin gild á Keflavíkurflugvelli, heldur þurfa allir sem koma til landsins að fara í skimun á flugvellinum.

Þetta er meðal þess sem kom fram á upplýsingafundi í Ráðherrabústaðnum kl. 14 í dag í tilefni að rýmkaðra reglna í samkomubanni sem taka gildi 15. júní.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði að verkefnið væri lagt upp eins og rannsóknarverkefni. Það væri í sífelldu endurmati og þannig verði hægt að breyta áherslum, draga úr skimunum frá ákveðnum löndum og auka skimanir eða hætta alfarið að skima ferðamenn frá öðrum löndum.

Alma Möller landlæknir minnti á mikilvægi smitrakningarappsins og undirstrikaði að það stríddi ekki gegn persónuvernd. Upplýsingarnar úr appinu séu á snjallsímunum en þær séu ekki vistaðar í skýi.

Ferðamenn verða hvattir til að hlaða niður appinu og ný útgáfa á að vera til fyrir 15. júní. Appið á að koma niðurstöðum skimunarinnar til ferðamanna og auðvelda ferðamönnum að hafa samband við heilsugæslur á landinu. Ekki er talið gerlegt að skylda ferðamenn til að hlaða niður appinu en höfðað verður til skynsemi ferðamanna. Tungumálum verður bætt við og til skoðunar er að bæta við Bluetooth virkni við appið svo hægt sé að senda skilaboð á þá sem mögulega hafa komist í tæri við smitaða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“
Fréttir
Í gær

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna
Fréttir
Í gær

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru
Fréttir
Í gær

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“
Fréttir
Í gær

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“