fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

Samkomuhámark 500 manns og erlend vottorð ekki tekin gild

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 10. júní 2020 14:25

Frá fundinum í Ráðherrabústaðnum. Mynd: Fréttablaðið/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkomuhámark fer úr 200 upp í 500 frá og með 15. júní og erlend heilbrigðisvottorð verða ekki tekin gild á Keflavíkurflugvelli, heldur þurfa allir sem koma til landsins að fara í skimun á flugvellinum.

Þetta er meðal þess sem kom fram á upplýsingafundi í Ráðherrabústaðnum kl. 14 í dag í tilefni að rýmkaðra reglna í samkomubanni sem taka gildi 15. júní.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði að verkefnið væri lagt upp eins og rannsóknarverkefni. Það væri í sífelldu endurmati og þannig verði hægt að breyta áherslum, draga úr skimunum frá ákveðnum löndum og auka skimanir eða hætta alfarið að skima ferðamenn frá öðrum löndum.

Alma Möller landlæknir minnti á mikilvægi smitrakningarappsins og undirstrikaði að það stríddi ekki gegn persónuvernd. Upplýsingarnar úr appinu séu á snjallsímunum en þær séu ekki vistaðar í skýi.

Ferðamenn verða hvattir til að hlaða niður appinu og ný útgáfa á að vera til fyrir 15. júní. Appið á að koma niðurstöðum skimunarinnar til ferðamanna og auðvelda ferðamönnum að hafa samband við heilsugæslur á landinu. Ekki er talið gerlegt að skylda ferðamenn til að hlaða niður appinu en höfðað verður til skynsemi ferðamanna. Tungumálum verður bætt við og til skoðunar er að bæta við Bluetooth virkni við appið svo hægt sé að senda skilaboð á þá sem mögulega hafa komist í tæri við smitaða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

CIA með nýtt „vopn“ – Reyna að lokka Kínverja til að snúa baki við Xi Jinping – Myndband

CIA með nýtt „vopn“ – Reyna að lokka Kínverja til að snúa baki við Xi Jinping – Myndband
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sviðsmynd rússneskrar árásar á NATÓ vekur mikla athygli – „Ég vil ekki eiga þriðju heimsstyrjöldina á hættu vegna lítils bæjar í Eistlandi“

Sviðsmynd rússneskrar árásar á NATÓ vekur mikla athygli – „Ég vil ekki eiga þriðju heimsstyrjöldina á hættu vegna lítils bæjar í Eistlandi“
Fréttir
Í gær

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 
Fréttir
Í gær

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni